Samfylking með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur í Suðurkjördæmi
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í morgun er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkurinn ef teknar eru saman niðurstöður fjögurra kannana Fréttablaðsins í þessum mánuði. Úrtakið úr könnununum er 2400 manns. Samkvæmt könnununum fær Samfylkingin fjóra þingmenn. Sjálfstæðisflokkur fengi þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Framsókn fengi einnig þrjá þingmenn, en einn þeirra væri uppbótarþingmaður. Framsókn vantar töluvert upp á að fá sinn þriðja mann kjördæmakjörinn og fella kjördæmakjörinn þingmann Sjálfstæðisflokksins. Röðin yrði þessi:
1. Margrét Frímannsdóttir - Samfylking
2. Árni R. Árnason - Sjálfstæðisflokkur
3. Guðni Ágústsson - Framsóknarflokkur
4. Lúðvík Bergvinsson - Samfylking
5. Drífa Hjartardóttir - Sjálfstæðisflokkur
6. Björgvin G. Sigurðsson - Samfylking
7. Hjálmar Árnason - Framsóknarflokkur
8. Jón Gunnarsson - Samfylking
9. Guðjón Hjörleifsson - Sjálfstæðisflokkur
10. Ísólfur Gylfi Pálmason – Framsóknarflokkur
Samkvæmt þessu er Jón Gunnarsson úr Vogum og fjórði maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi öruggur í 8. sæti ef þetta yrði niðurstaða alþingiskosninganna.
1. Margrét Frímannsdóttir - Samfylking
2. Árni R. Árnason - Sjálfstæðisflokkur
3. Guðni Ágústsson - Framsóknarflokkur
4. Lúðvík Bergvinsson - Samfylking
5. Drífa Hjartardóttir - Sjálfstæðisflokkur
6. Björgvin G. Sigurðsson - Samfylking
7. Hjálmar Árnason - Framsóknarflokkur
8. Jón Gunnarsson - Samfylking
9. Guðjón Hjörleifsson - Sjálfstæðisflokkur
10. Ísólfur Gylfi Pálmason – Framsóknarflokkur
Samkvæmt þessu er Jón Gunnarsson úr Vogum og fjórði maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi öruggur í 8. sæti ef þetta yrði niðurstaða alþingiskosninganna.