Samfylking: Fyrsta stjórn Kvennahreyfingar á Suðurnesjum kjörin
Kvennafylkingin á Suðurnesjum var stofnuð í Aðalveri Reykjanesbæ sl. föstudagskvöld. Í tilkynningu frá Kvennafylkingarinnar segir að félagið hafi það helst að markmiði að styðja, hvetja og virkja konur til þátttöku í stórnmálum og stuðla að framgangi kvenna innan Samfylkingarinnar.
Fyrsta stjórn félagsins var kjörinn á stofnfundinum en hana skipa: Sigurlaug Hauksdóttir Reykjanesbæ formaður, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Grindavík, Guðrún Ólafsdóttir Sandgerði, Brynja Pétursdóttir Garði, Inga Sigrún Atladóttir Vogum, Sigríður Jóhannsdóttir Reykjanesbæ og Katrín Pétursdóttir Sandgerði.
Fjölmenni var á fundinum og góður rómur gerður að ræðum frummælenda; Björgvins G. Sigurðssonar oddvita S-listans í Suðurkjördæmi, Guðrúnar Erlingsdóttur sem skipar 5. sæti, Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur 4. sæti auk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns flokksins. Róbert Marshall fór á kostum sem fundarstjóri og hélt síðan uppi fjörinu, ásamt Guðbrandi Einarssyni, fram á rauða nótt.
V-mynd/Þorgils - Frá stofnfundinum.