Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samfylking: Björgvin G. Sigurðsson sækist eftir 1. sæti í Suðurkjördæmi
Mánudagur 25. september 2006 kl. 17:44

Samfylking: Björgvin G. Sigurðsson sækist eftir 1. sæti í Suðurkjördæmi

Fyrir nokkrum dögum urðu þau kaflaskil í sögu Samfylkingarinnar að Margrét Frímannsdóttir, leiðtogi flokksins í kjördæminu, ákvað að gefa ekki kost á sér áfram. Því hef ég ákveðið, eftir að hafa ráðfært mig við fjölda stuðnings- og flokksmanna í Suðurkjördæmi, að gefa kost á mér til að leiða framboð flokksins í kjördæminu fyrir næstu þingkosningar. Því sækist ég eftir 1.sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins þann 4. nóvember.

Það eru mikil sóknarfæri í Suðurkjördæmi og við eigum að leiða nýja sókn í atvinnumálum kjördæmisins. Eitt stærsta verkefnið er að efla atvinnuástand á Suðurnesjum í kjölfar brottfarar hersins. Auk þess þarf að byggja undir þá íbúafjölgun sem átt hefur sér stað á Suðurnesjum og á Suðurlandsundirlendinu á síðustu misserum með stórbættum samgöngum og aukinni staðbundinni háskólamenntun í kjördæminu.

Ég hef setið á Alþingi í eitt kjörtímabil en frá 1999-2003 gegndi ég starfi framkvæmdastjóra flokksins og tók oft sæti sem varaþingmaður á því kjörtímabili. Ég er í sambúð með Maríu Rögnu Lúðvígsdóttir og við eigum sex börn á aldrinum 1 árs til sextán ára.

Björgvin G. Sigurðsson
Alþingismaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024