Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samfélagssjóður Landsbankans veitir umhverfisstyrki
Þriðjudagur 8. nóvember 2011 kl. 14:49

Samfélagssjóður Landsbankans veitir umhverfisstyrki

Samfélagssjóður Landsbankans veitir umhverfisstyrki í fyrsta sinn í ár og er umsóknarfrestur til 21. nóvember 2011. Bankinn mun á þessu ári veita fimm milljónum króna til að styrkja umhverfis- og náttúruvernd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Styrkirnir eru annaðhvort 250 þús. krónur eða 500 þús. krónur og verða veittir fyrir verkefni á sviði umhverfis- og náttúrverndar.


• Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.

• Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.

• Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.

• Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.

• Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.

• Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis.


Sækja verður um styrkina sérstaklega og senda umsókn merkt: Umhverfisstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2011 (póststimpill gildir).


Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Veittir verða ferns konar styrkir á hverju ári. Í ár er þegar búið að veita námsstyrki og nýsköpunarstyrki. Fyrirhugað er að veita samfélagsstyrki í lok nóvember og umhverfisstyrki fyrir lok árs.


Markmið Landsbankans með því að veita umhverfisstyrki er í takti við stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Landsbankinn ætlar að taka virkan þátt í að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans.


Myndin er úr starfi Bláa hersins sem lyft hefur Grettistaki í umhverfismálum á Suðurnesjum. Blái herinn verður örugglega á meðal umsækjenda um styrk frá Samfélagssjóði Landsbankans.