Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja
Föstudagur 12. febrúar 2021 kl. 16:05

Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja

Stóra fyrirtækið okkar, Isavia, hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Reykjavíkurflugvelli og til Hafnarfjarðar. Haft hefur verið eftir forstjóra Isavia að húsnæðið hafi m.a. þann kost að stytta ferðatímann á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðstöðvanna töluvert.

Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna ekki var gengið alla leið og höfuðstöðvarnar fluttar hingað suður með sjó. Það hefði bara útrýmt þessum ferðatíma algjörlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hitt stóra fyrirtækið, Icelandair, sem einnig byggir tilvist sína á Keflavíkurflugvelli, hefur sama háttinn á. Kjarnastarfsemin er á Keflavíkurflugvelli, en höfuðstöðvarnar eru í Hafnarfirði.

Hvers vegna í ósköpunum geta höfuðstöðvar þessara fyrirtækja ekki verið á þeim stað þar sem kjarnastarfsemin er?

Er einhver von til þess að Suðurnesin geti byggt upp samfélag með störfum við allra hæfi þegar það eina sem skilið er eftir eru störfin á gólfinu en hvítflibbastörfin eru flutt í burtu?

Nú hefur það heyrst að einhverjir starfsmenn sem haft hafa starfsstöð í flugstöðinni verði fluttir á nýjar höfuðstöðvar í Hafnarfirði.

Er það ásættanlegt að ríkisfyrirtækið ISAVIA sé að flytja burtu störf af svæðinu á mesta atvinnuleysistíma sögunnar?

Guðbrandur Einarsson,
forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.