Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sambandsþing Norræna félagsins á Íslandi haldið í Garði
Þriðjudagur 17. september 2013 kl. 14:08

Sambandsþing Norræna félagsins á Íslandi haldið í Garði

Helgina 21.-22. september nk. mun Norræna félagið á Íslandi halda sambandsþing sitt eins og gert er annað hvert ár. Í þetta sinn verður þingið haldið í Sveitarfélaginu Garði en ekki er vitað til að það hafi áður verið haldið á Suðurnesjum. Deild Norræna félagsins í Garði verður gestgjafi og er það bæði spennandi verkefni og mikil áskorun fyrir svo unga deild en hún hefur góðan stuðning frá deildunum í Vogum og Reykjanesbæ. Sambandsþingið verður haldið í Miðgarði í Gerðaskóla en þar er ágæt aðstaða til þingstarfa. Þingfulltrúum sér Guesthouse Garður fyrir gistingu en þar er aðstaða öll hin besta.

Norrænt samstarf á sér langa sögu hér á landi en Norræna félagið verður 91 árs þann 29. september nk.  Um svipað leyti voruð stofnuð norræn félög á hinum Norðurlöndunum en þjóðirnar sjálfar höfðu fundið fyrir mikilvægi þess að vinna saman og halda vinatengslum. Það er hlutverk félaganna að efla norrænt samstarf og styrkja vináttubönd milli frændþjóðanna á Norðurlöndum. Það var síðan átatugum seinna eða 1962 sem fulltrúar ríkisstjórna Norðurlandanna skrifuðu undir samning um náið samstarf á mörgum sviðum, svokallaðan Helsingisáttmála. Hann kveður á um fjölmörg gagnkvæm réttindi Norðurlandabúa sem lengi hafa þótt sjálfsögð.

Erna M. Sveinbjarnardóttir, formaður Norræna félagsins í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024