Sala á eldvarnarbúnaði í fullum gangi
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hafa undanfarið staðið í ströngu við sölu á slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði. Í gegnum tíðina hefur það margsýnt sig að búnaður eins og reykskynjarar og eldvarnarteppi getur skipt sköpun þegar á reynir.
Einmitt um þessar mundir, þegar skreytingar njóta sín sem best er enn mikilvægara að vera með forvarnir í huga.
Í dag á milli 14:00 og 18:00 verðum við staðsettir bæði í Nettó hér í Reykjanesbæ og einnig í verslunarkjarnanum í Vogum. Svo á morgun og á sunnudag milli 14:00 og 18:00 verðum við í Nettó. Við hvetjum alla til að kíkja á strákana og fá góð ráð við notkun og uppsetningu á eldvarnarbúnaði, segir í tilkynningu frá Brunavörnum Suðurnesja.