Sakleysi hins einfalda eða vísvitandi blekkingar?
Umræðan um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í aðdragandanum að bæjarstjórnarkosningum laugardaginn 27. maí hefur verið sérkennileg og á stundum með ólíkindum einfölduð í tali núverandi meirihluta. Hefur mér stundum fundist sem að þetta sýni annað hvort sakleysi góða dátans Sveijk sem alltaf náði sínum markmiðum með því að ramba áfram í sakleysinu, en tel þó líklegra að um sé að ræða vísvitandi blekkingar í ljósi þægilegra gjaldeyrissveiflna og bókhaldsbrellna. Fjármálastjórnun núverandi meirihluta sem byggir á heppni og glópaláni er vitaskuld með ólíkindum og því nær að spyrja hvort núverandi bæjaryfirvöld telji rétt að beita tækni dátans góða. Því er svo við að bæta að speki hans er e.t.v við hæfi í ljósi þess að dátarnir á heiðinni eru á förum og átak núverandi meirihluta í atvinnumálum endurspeglast í engu nema vindgnauði og bergmáli pípuverksmiðju sem aldrei skilaði sér.
Þannig hefur hinum almenna borgara Reykjanesbæjar fundist á stundum sem að ábyrg fjármálastjórnun, sem byggir á rökrænni stefnumótun og aga þess sem veit að honum er treyst fyrir annarra fé, hafi ekki átt skjól við Tjarnargötuna. Hverju sem veldur öngþveitinu í fjárútlátunum, er hinum almenna borgara ekki skemmt við bruðlið. Sveijk er einnig víðsfjarri og “sakleysis- og blekkingastefna” núverandi meirihluta mun að lokum verða heimaskítsmát.
Ábyrgð og ráðdeildarsemi eiga samleið með fjárfestingum til hagsbóta fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar, en hér er ekki um andstæða póla að ræða. Allt slíkt verður að vera í takt við raunveruleikann og sniðið að raunverulegri þyngd buddunnar. Þar hefur núverandi meirihluti hinsvegar skilið eftir mikilvægustu skilaboð dátans okkar góða, eða eins og segir í gönguvísu hans og hafa má sem leiðarvísi um ábyrga fjármálastjórnun.
Í gönguferðum er gamall siður:
Annan fótinn upp þegar hinn fer niður,
Simsala, dasala, búmsala, bupp,
Annan fótinn niður þegar hinn fer upp!
Ég treysti því að bæjarbúar átti sig á því að skáldsögu núverandi meirihluta verður að ljúka, öruggasta leiðin til að ljúka henni nú er að setja X við A-listann á kjördag, á morgun laugardag.
Eysteinn Eyjólfsson
form. Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og frambjóðandi A-listans
Þannig hefur hinum almenna borgara Reykjanesbæjar fundist á stundum sem að ábyrg fjármálastjórnun, sem byggir á rökrænni stefnumótun og aga þess sem veit að honum er treyst fyrir annarra fé, hafi ekki átt skjól við Tjarnargötuna. Hverju sem veldur öngþveitinu í fjárútlátunum, er hinum almenna borgara ekki skemmt við bruðlið. Sveijk er einnig víðsfjarri og “sakleysis- og blekkingastefna” núverandi meirihluta mun að lokum verða heimaskítsmát.
Ábyrgð og ráðdeildarsemi eiga samleið með fjárfestingum til hagsbóta fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar, en hér er ekki um andstæða póla að ræða. Allt slíkt verður að vera í takt við raunveruleikann og sniðið að raunverulegri þyngd buddunnar. Þar hefur núverandi meirihluti hinsvegar skilið eftir mikilvægustu skilaboð dátans okkar góða, eða eins og segir í gönguvísu hans og hafa má sem leiðarvísi um ábyrga fjármálastjórnun.
Í gönguferðum er gamall siður:
Annan fótinn upp þegar hinn fer niður,
Simsala, dasala, búmsala, bupp,
Annan fótinn niður þegar hinn fer upp!
Ég treysti því að bæjarbúar átti sig á því að skáldsögu núverandi meirihluta verður að ljúka, öruggasta leiðin til að ljúka henni nú er að setja X við A-listann á kjördag, á morgun laugardag.
Eysteinn Eyjólfsson
form. Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og frambjóðandi A-listans