Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sagnakvöld í Bíósalnum í Duus húsum
Föstudagur 10. nóvember 2006 kl. 10:48

Sagnakvöld í Bíósalnum í Duus húsum

Miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20:00 – 22:00 ætla leiðsögumennirnir Sigrún Franklín Rannveig Lilja Garðarsdóttir og Hildur Harðardóttir að bjóða íbúum og öðru áhugasömu fólki upp á sagnakvöld í gamla Bíósalnum í Duus húsum í boði Reykjanesbæjar.

Saga svæðisins er  mjög áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa og annarra gesta.

„Af stað á Reykjanesið“ heitir erindi Sigrúnar en hún mun sýna myndir og segja frá fornum þjóðleiðum til og frá grófinni í Keflavík sem víða má enn sjá markaðar í landslagið og hugmyndir eru um að gera að vinsælum útivistarleiðum.

„Saga Duus veldisins” Rannveig Lilja segir sögu Duus fjölskyldunnar og Duus húsanna frá upphafi (til dagsins í dag). Húsin geyma mikla sögu um verslun og viðskipti sem hófst seint á nítjándu öld og stóð fram í byrjun tuttugustu aldar og lengur.

Hildur Harðardóttir hefur tekið saman sagnir og þjóðsögur af svæðinu og gefið út í bókinni „Sagnir úr Reykjanesbæ“. Hún mun velja góðar sögur til að segja áheyrendum.

Milli atriða verður fjöldasöngur við undirleik, sungin verða ljóð Jónasar Hallgrímssonar, í tilefni af „Degi  íslenskrar tungu“.

Heitt verður á könnunni.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024