Sagan endalausa, eintóm vitleysa og slæm stjórnsýsla
Aftur er staðsetning miðstöðvar innanlandsflugs til umræðu. Hólmsheiði, Löngusker eða Keflavík eru þeir valkostir sem nefndir eru til sögunnar.
Boðuð er ný skýrsla svokallaðra "sérfræðinga" í vikunni. Því miður er og verður þessi skýrsla lituð af pólitískum skoðunum sem eiga rekja rætur sínar til sérhagsmuna en ekki almanna hagsmuna.
Aldrei virðist vera hægt að ná umræðunni á vitrænt skynsemisstig. Enn og aftur er horft framhjá aðalatriðum málsins.
Staðreyndirnar eru þær að flugfarþegar í Keflavík borguðu á síðasta ári í 800 milljónir til reksturs innanlandsflugs á Íslandi. Þessar 800 milljónir eru innheimtar í formi skatta og gjalda af seldum flugmiðum. Þessi staðreynd dregur úr samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar og þar með samkeppnishæfni Íslenskrar ferðaþjónustu.
Furðu sættir að Samtök Ferðaþjónustu hafi ekki farið í þetta mál af alefli.
Ef innanlandsflugið verður flutt úr Vatnsmýrinni á Hólmsheiði eða á Löngusker mun þessi reikningur aukast til muna, allt að því fimmfaldast.
Væri ekki nær að nýta þessa peninga í eitthvað annað ? T.d. bættar samgöngur víða um land ?
Ef þessir peningar væru á fjárlögum, en ekki millifærsla í formi skatta á flugfarþega í Keflavík, er ekki líklegt að landsbyggðarþingmenn myndu forgangsraða ráðstöfun fjármagnsins með öðrum hætti ?
Þetta er ekki góð stjórnsýsla og ekki góð leið til að ráðstafa opinberrum fjármunum, þar sem þessi ráðstöfun er ókunn flestum þingmönnum þessa lands.
Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ fyrir Framsókn
Boðuð er ný skýrsla svokallaðra "sérfræðinga" í vikunni. Því miður er og verður þessi skýrsla lituð af pólitískum skoðunum sem eiga rekja rætur sínar til sérhagsmuna en ekki almanna hagsmuna.
Aldrei virðist vera hægt að ná umræðunni á vitrænt skynsemisstig. Enn og aftur er horft framhjá aðalatriðum málsins.
Staðreyndirnar eru þær að flugfarþegar í Keflavík borguðu á síðasta ári í 800 milljónir til reksturs innanlandsflugs á Íslandi. Þessar 800 milljónir eru innheimtar í formi skatta og gjalda af seldum flugmiðum. Þessi staðreynd dregur úr samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar og þar með samkeppnishæfni Íslenskrar ferðaþjónustu.
Furðu sættir að Samtök Ferðaþjónustu hafi ekki farið í þetta mál af alefli.
Ef innanlandsflugið verður flutt úr Vatnsmýrinni á Hólmsheiði eða á Löngusker mun þessi reikningur aukast til muna, allt að því fimmfaldast.
Væri ekki nær að nýta þessa peninga í eitthvað annað ? T.d. bættar samgöngur víða um land ?
Ef þessir peningar væru á fjárlögum, en ekki millifærsla í formi skatta á flugfarþega í Keflavík, er ekki líklegt að landsbyggðarþingmenn myndu forgangsraða ráðstöfun fjármagnsins með öðrum hætti ?
Þetta er ekki góð stjórnsýsla og ekki góð leið til að ráðstafa opinberrum fjármunum, þar sem þessi ráðstöfun er ókunn flestum þingmönnum þessa lands.
Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ fyrir Framsókn