Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 17. október 2000 kl. 16:28

Safnamál og ferðamennska þurfa að haldast í hendur

Reynir Sveinsson (D), bæjarfulltrúi í Sandgerði, benti fundarmönnum á nauðsyn þess að tengja safnamál og ferðamennsku saman þegar unnið er að áætlunum í tengslum við það og einnig þurfi byggðalögin að vinna betur saman að markaðsetningu svæðisins. Ályktun fundarins fólst í að óskað eftir við MOA að vinna að tillögugerð um hvernig hægt væri að auka samstarf og sérhæfingu safna á Suðurnesju, en hvergi var komið inná ferðamennskuna. „Í þessum ályktunum er ekki stafur um ferðamál en ferðamennskan er vaxtabroddur sem við verðum að styðja við, auk þess tengjast safnamál og ferðamennskan náið“, sagði Reynir. Reynir bætti við tillöguna og lagði til að MOA og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu sameini krafta sína í að kynna Suðurnesin með markvissum hætti. Kjartan Már Kjartansson (B), bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ benti fundarmönnum á að MOA hefði unnið að samræmingu starfs ferðaþjónustuaðila á Suðurnesjum að undanförnu. „Þeirri vinnu er ekki lokið því viðkomandi aðilum hefur reynst erfitt að koma sér saman, þannig að þetta er ekkert nýtt. Mér finnst tillaga Reynis hins vegar góð og sjálfsagt að samþykkja hana“, sagði Kjartan. Tillaga Reynis var samþykkt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024