Sækist eftir 3. til 4. sæti Samfylkingar
Kristín Erna Arnardóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fer fram 16. – 17. nóvember næstkomandi.
Kristín Erna átti sitt annað heimili í Steinum undir Eyjafjöllum i 15 ár og rak ásamt samstarfskonum úr sveitinni ferðaþjónustuna Fossbúann í Skógum frá 1995 – 2004. Kristín á 3 börn og eitt barnabarn. Undanfarin 3 ár hefur hún átt sitt annað heimili í Öndverðarnesi ásamt sambýlismanni sínum sem er Sveinn M. Sveinsson yfirlæknir á HSU.
Hún hefur starfað sem upptökustjóri hjá RUV, framkvæmdastjóri við kvikmyndagerð og við verkefnastjórn af ýmsu tagi og hefur þrisvar verið kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kristín situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar og er formaður Landsfundanefndar. Hún er nú við nám í Háskóla Íslands í stjórnmála- og fjölmiðlafræði.