Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sækist eftir 1. sæti VG
Þriðjudagur 25. september 2012 kl. 09:50

Sækist eftir 1. sæti VG

Arndís Soffía Sigurðardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, sækist eftir 1. sæti á framboðslista VG fyrir komandi Alþingiskosningar.

„Ég býð fram krafta mína til að leggja öllum þeim lið sem vinna að því að gera Ísland að réttlátara og heiðarlegra samfélagi. Ég hef talsvert setið á þingi sem varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili og hef átt prýðilegt samstarf við þingmenn í öllum flokkum en mér hefur þótt leitt að horfa uppá það hver djúpir skurðir hafa verið grafnir á milli þingflokka og  einmitt á þeim tímum þegar hve mest ríður á að við stöndum saman.”

Arndís Soffía rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Fljótshlíð ásamt fjölskyldu sinni þar sem fjölskyldan er jafnframt búsett. Hún er lögreglumaður og lögfræðingur að mennt en er í leyfi frá störfum sem fulltrúi Sýslumanns á Selfossi á meðan hún gegnir formennsku fyrir starfshópi sem innanríkisráðherra skipaði til að fjalla um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál.

Hún var kjörin í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á síðasta landsfundi flokksins. Hún sat sem fulltrúi VG í stjórn Byggðastofnunar frá 2009-2011 þar sem hún m.a. beytti sér fyrir opnari stjórnsýslu stofnunarinnar. „Ég vil sjá íslenskt samfélag blómstra utan Evrópusambandsins,“ segir í tilkynningu frá frambjóðandanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024