HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Aðsent

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni
Mánudagur 22. janúar 2018 kl. 06:00

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum tíma fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem Rúnar Júl og fleiri hetjur úr okkar bæjarfélagi komu við sögu er okkur bæjarbúum í fersku í minni og þarf ekki að rifja það upp hér. En hvar erum við stödd í dag?

Brautin hefur verið tvöfölduð en því verki er ekki lokið. Það er sannarlega slæmt að verkið hafi ekki verið klárað en verra er að viðhaldi er ekki sinnt sem skyldi og umferðaröryggi er ekki tryggt í dag.. Vegurinn er að grotna niður, í honum eru djúp hjólför sem safnast vatn og mikil slysahætta á svæðinu. Lýsingin er ekki fullnægjandi og glitstikur sem eiga að vera sitthvoru megin við veginn hafa ekki verið endurnýjaðar þannig að erfitt getur verið að staðsetja sig í vályndum veðrum.  Ekki er hægt að horfa fram hjá því að þessir þættir eru ávísun á fleiri slys og þeir sem þurfa daglega að keyra Reykjanesbrautina í þessu ásigkomulagi eru að spila rússneska rúllettu. Sagan segir okkur að baráttan fyrir úrbótum skilar ekki árangri. Við suðurnesjamenn erum afskiptir og við þurfum sjálf að grípa til aðgerða.

Ég veit ekki um ykkur, kæru íbúar, en ég er búin að fá mig fullsaddan af aðgerðarleysi í garð okkar Suðurnesjamanna frá stjórnvöldum.  Hér er svo ógurlega margt sem þarf að laga en við erum hunsuð um bæði eðlilega aðstoð og eðlilegt fjármagn til úrbóta.

Eina raunhæfa leiðin á þessari stundu er að sýna sterka samstöðu og fara í harðar aðgerðir til að knýja á um þær sjálfsögðu breytingar sem þar til að tryggja öryggi okkar allra á Reykjanesbrautinni. Það öryggi sem lagt var upp með þegar brautin var tvöfölduð var einfaldlega falskt vegna skorts á viðhaldi. Ég ákalla ykkur íbúa á svæðinu til að taka höndum saman og berjast fyrir því að Reykjanesbrautinni verði haldið við og hún kláruð svo sómi sé að.  Ég legg til að við öll grípum til aðgerða í samstarfi við okkar frábæra Stopp-hóp. Þannig getum við unnið sama að því að gera Reykjanesbrautina að öruggum stað til að keyra á.

Public deli
Public deli

Þórólfur Júlían Dagsson
Stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum