Rúnar færði Fjölskylduhjálp og Hjálparstarfinu gjafir fyrir andlátið
Síðasta verk Rúnars Júlíussonar, fyrir andlátið, var að skemmta MND veikum á fundi og um leið færa Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarfi Kirkjunnar geisladiska og eitt og annað smálegt sem notast skal sem jólagjafir fyrir skjólstæðinga þessara félaga. Valur Höskuldsson, ljóðskáld, færði sömu aðilum ljóðabækur eftir sjálfan sig.
Á myndinni frá vinstri eru: Kóngurinn Rúnar heitinn Júlíusson, Guðjón formaður MND félagsins, Anna varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Valur Höskuldsson ljóðskáld og Sr. Gunnar fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Kærleikskveðjur,
Guðjón, formaður MND félagsins