Rósaganga jafnaðarstefnunnar á Suðurnesjum
Frambjóðendur og stuðningsmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi byrjuðu á föstudagskvöldið að dreifa jafnaðarstefnunni auk íslenskra rósa og birkis á Suðurnesjum við frábærar viðtökur. Gengið verður í hvert hús á Suðurnesjum dagana til kosninga.
Suðurnesjakonur fjölmenntu á kvennakvöld í kosningamiðstöð flokksins að Bolafæti 1 í Reykjanesbæ á laugardagskvöld. Frambjóðendurnir Oddný Harðardóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir voru gestgjafar, Hobbitarnir léku og syngu, Róbert Marshall steig á stokk og Oddný Sturludóttir flutti pistil um konur og fjölmiðla.
Karlarnir í Samfylkingunni á Suðurnesjum ætla að fylgja fordæmi kvennanna og hafa ákveðið að halda karlakvöld miðvikudagskvöldið 22. apríl í kosningamiðstöðinni í Bolafæti sem hafa mun hógvært yfirbragð karlmennskunar í hávegum.
Frétt og mynd frá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi.
Myndatexti: Ólafur Thordersen, Oddný Harðardóttir, Reynir Ólafsson og Ragnar Halldórsson á leið til Njarðvíkinga með íslenskar rósir og birki auk jafnaðarstefnunnar.