Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Rósaganga í kvöld – sumargrill á morgun, sumardaginn fyrsta
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 23:51

Rósaganga í kvöld – sumargrill á morgun, sumardaginn fyrsta

Frambjóðendur og stuðningsmenn Samfylkingarinnar á Suðurnesjum dreifðu íslenskum rósum og birkisprotum auk jafnaðarstefnunnar í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði í kvöld. Mótttökurnar hafa verið frábærar og í takt við þann meðbyr sem Samfylkingin nýtur í Suðurkjördæmi, segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

 
Í kvöld var jafnframt Suðurnesjakörlum boðið á karlakvöld í kosningamiðstöðinni í Bolafæti og þá var sumarskemmtun Ungra jafnaðarmanna á Paddy´s í kvöld. Á morgun, sumardaginn fyrsta, er fólki boðið að þiggja pylsur og fagna sumri sem Samfylkingunni í sumargrillinu á morgun kl. 14:00 við kosningamiðstöðina í Bolafæti.
 
Myndartexti: Glaðbeittir frambjóðendur Samfylkingarinnar Björgvin G. Sigurðsson og Hjörtur Magnús Guðbjartsson á leið til kjósenda í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024