Róið öllum árum, sama hvað það kostar
Mig langar til að fara nokkrum orðum um það mál sem nú brennur heitast í umræðunni, þegar fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð-2 veiddi menn í gildru með því að falbjóða þeim 13 ára stúlkubarn. Um þetta má lesa m.a. í heillrar opnu umfjöllun í nýjasta blaði Víkurfrétta sem ber yfirskriftina ,,Ógnir leynast á netinu.”
Þar segir m.a.: ,,Samfélagið var eins og vakið af löngum dvala í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss á NFS s.l. sunnudag um barnaníðinga sem reyna að tæla til sín börn og unglinga í gegnum netið. Notast var við 13 ára tálbeitu og samskipti fjögurra fullorðinna karlmanna skráð nákvæmlega og myndað þegar þeir komu til fundar við tálbeituna. Allir höfðu aðeins eitt í huga: að hafa mök við stúlkuna.”
En fyrst, áður en lengra er haldið, vil ég byrja á grein sem birtist eftir mig á vef Víkurfrétta www.vf.is þann 10.03. 2003.
Nú skal manninn reyna
Þessar tölvur eru undratæki, það má ljóst vera. Þegar veraldarvefirnir bættust við alla þá möguleika sem tölvan gaf, fengu fróðleiksþyrstir nóg að fást við, listamaðurinn fékk útrás í sköpun sinni, vefsíðugerð almennings varð að veruleika og fólk gat spjallað saman á netinu þó það væri statt á sitthvoru landshorninu eða heimsálfunni. Á vefnum var ýmislegt hægt að gera, leita sér að bíl eða húsi til kaups, lesa blöðin, leysa tölvuleikjavandamál, fara í Bridge eða Skák og svo má áfram telja. En vandamálin flæddu líka yfir, ósóminn birtist í klámi, ísmeygilega framreiddu vafaefni, aulahúmor, óheillaþróun sem skemmdi þann fagra heim sem netið hefði getað orðið.
Mig langar til að varpa fram hugmynd um hvernig hugsanlega væri hægt að búa til barnvænt umhverfi á netinu sem jafnframt væri flokkað eftir aldri.
Ýmsa aðila þyrfti að kalla til svo það væri framkvæmanlegt. Yfirvöld þyrftu að íhuga t.d. hvernig skólarnir gætu aukið aðgengi nemenda sinna að kennsluefni, hver væri þáttur íslenskrar sköpunar og hver yrði þáttur bókasafna, hvernig hægt væri að ná fram hugmyndaflæði barna í einfaldri forritun, tónlist og hreyfimyndagerð. Möguleikarnir eru fjölmargir. Ég man eftir því fyrir allnokkrum árum gaf tölvufræðingur í Keflavík út á disklingi forritið "Gagn og Gaman." Það innihélt skemmtilegan tungumálaleik sem náði töluverðum vinsældum í mínu umhverfi. Sá hluti forritsins gæti hentað börnum mjög vel til að styrkja orðaforða og skrifað mál í t.d. dönsku og ensku. Sem möguleiki á kennsluefni í stærðfræði væri hægt að hafa myndskeið með töluðum leiðbeiningum sem væri til staðar á netinu og kæmi að góðum notum við upprifjun námsefnisins. Í forritun mætti nota Flash-Mx forritið sem býður upp á að búa til litla leiki, hreyfimyndir með hljóði, mynd í mynd, tónlistarmyndbönd og skyld viðfangsefni. Ef þessi sköpun sem börnin byggju til yrði eftir á netinu, tel ég víst að hún yrði hvatning öðrum til að ná betri árangri.
Rétt eins og við tölum um veraldarvefinn gæti þetta heitið "Hreint Net."
Í fyrsta lagi er ekkert mál í Windowsumhverfi 98SE að loka af með leyninúmeri fullorðinshluta þess og hafa hann aðskilinn frá barnahluta heimilistölvunnar. Það er gert við uppsetningu stýrisbúnaðarins. Segjum að fullorðnir vildu ótakmarkaðan aðgang að netinu í sínum hluta tölvunnar og fengju vafrann Netscape fyrir sig en börnin Internet Explorer. Fullorðnir væru þar með úr sögunni en komið að barnahlutanum. Úr því forriti þyrfti að fjarlægja alla möguleika til að slá inn eða geyma vefslóðir: Adress bar, favorites, links og annað sem snéri að ásýnd notandans og gera hámarksöryggi fyrir netið að óhreyfanlegri stillingu. Einnig þyrfti að fjarlægja favorites úr "Taskbar 0ption" þ.e.a.s. Start-takkanum.
Þegar hringt væri inn til vefmiðlarans kæmi upp aðalsíða hans með fjölda tökkum (hyperlinks) sem á væri skrifað hvert þeir tengdust. Þessu mætti líkja við heimasíðu á stærð við stjr.is. Aldursskiptingin væri einföld. Við skráningu af foreldra væri barninu úthlutað aðgangsnúmeri að vefmiðlaranum sem innihéldi beint eða óbeint aldur þess. Yngstu börnin fengju aðgang að ákveðnum fjölda takka, fyrirfram ákveðnum vefslóðum og ykist fjöldinn, þess eldri sem þau væru. Almenningur kæmist ekki inn á netið aðeins foreldrar, innsetjarar efnis t.d. kennarar og fullorðnir sem hefðu með umsjón barna að gera. Aðgangsnúmers væri krafist undir öllum kringumstæðum. Óskir annarra um að setja efni inn á vefinn væri háð samþykki miðlarans. Þetta væri í raun stór heimasíða án möguleika til að komast út fyrir þann ramma sem vefmiðlarinn skammtaði notandanum. Spjallforrit netsins væri ótengjanlegt útfyrir vefsíðuna en notandinn gæti látið flæða yfir skjá allra sem tengdir væru, nafn sitt og ósk, hvort einhver vildi spjalla eða fara í tvímenningsleik
En hvernig skal með fara ef tengjast ætti erlendum vefsíðum t.d. Yahoo.com? Sú vefsíða er fjölsótt af börnum sem fullorðnum og býður upp á fjöldann allan af ókeypis leikjum, patch, directX og öðru sem nauðsynlegt er.
Búa yrði svo um hlutina að leitarvélar og aðrar slíkar útgönguleiðir væru gerðar óvirkar. Ef það væri óframkvæmanlegt, gæti verið möguleiki að vefmiðlarinn fengi pakkasamning af innihaldi þeirrar vefsíðu sem hann hefði áhuga á, því þyrfti ekki tenginguna erlendis.
Þá kemur spurning varðandi tengingu netsins við íslenskar vefsíður?
Ekkert vandamál er að tengjast almennum, einföldum heimasíðum. Ein af þeim leiðum að tengjast síðum með leitarvélum væri að íslensku vefsíðurnar byggju til viðbótarskipurit sem innihéldi allt sama efnið að undanskildri leitarvél og öðrum útgönguleiðum. Svona væri hægt að fikra sig áfram í hugmyndaheiminum við að þróa þetta lokaða kerfi.
Þegar búið væri að hanna kerfið, þessa barnvænu vefsíðu, sendi vefmiðlarinn innsetningardisk til notandans með breyttum Internet Explorer og fylgiforritum. Líkt og í dag framkvæmdi innsetningarforritið þær breytingar á tölvunni sem þyrfti og "Hreint Net" væri þar með tilbúið til afnota fyrir börnin.
Hér lýkur greininni ,,Nú skal manninn reyna.”
Á þessum tíma var Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður Víkurfrétta og birtist þessi grein einungis á netinu og henni var í engu svarað.
En áfram um þá Kompásmenn.
Þetta mál allt sem um var fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð-2 þar sem veiddir voru menn í gildru með því að falbjóða þeim 13 ára stúlkubarn, eins og áður segir, er í meira lagi skrýtið og ekki er þverfótað fyrir mótsögnum þegar það er skoðað nánar.
Í þessari grein Víkurfrétta er Jóhannes tekinn tali og þar segir:,,Góð viðbrögð við þættinum” Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss á NFS og fyrrum starfsmaður Víkurfrétta er ánægður með úttekt Kompáss á þessum málum. Hann sgir viðbrögðin hafa verið mjög góð og samfélagið hafi bókstaflega tekið kipp vegna fréttarinnar.”
En því næst kemur í viðtalinu það merkilegasta og mótsagnakenndasta sem ég hef lesið í mörg ár.
,,Hvað kom þér mest á óvart við vinnslu þáttarins? Hvað það er ótrúlega mikil eftirspurn fullorðinna karlmanna eftir börnum og unglingum. Við ,,bjuggum til” 13 ára stúlku og settum auglýsingu inn á vefslóðina einkamál.is – henni svöruðu 83 karlmenn og það sýnir hve eftirspurnin er mikil. Það kom mér einnig á óvart hvað þessir karlmenn voru tilbúnir að ganga langt að hitta stúlkuna á fjölförnum stöðum en það tel ég sýna mjög einbeittan ásetning.”
Að það sýni mjög einbeittan ásetning að hitta stúlku í fjölmenni frekar en einrúmi, er mér óskiljanleg speki og þarf í það minnsta mikinn djúphyggjumann til að fá þá niðurstöðu.
En byrjum á fyrstu staðreynd. Hverjir mega skrá sig inn á vefsvæðið einkamál.is?
Eftirfarandi er orðrétt frá einkamál.is og svarar spurningunni.
,,EINKAMAL.IS - NOTKUNARSKILMÁLAR
Af öryggisástæðum verða allir skráðir notendur að samþykkja notkunarskilmála okkar.
1. Notandi er persónulega ábyrgur fyrir öllu efni sem hann birtir á vefnum og öllum skilaboðum sem hann sendir. Einkamálavefurinn ehf. Getur ekki undir neinum kringumstæðum borið ábyrgð á orðum og athöfnum notenda.
2. Börnum undir 16 ára aldri er óheimill aðgangur að allri þjónustu einkamal.is.
3. Það er stranglega bannað að bjóða vöru eða þjónustu sem íslensk löggjöf bannar, t.d. vændi, ólögleg vímuefni eða ólögleg klámefni.
4. Einkamálavefurinn ehf. Áskilur sér rétt til að grípa inn í vegna kvartana undan stöðugu áreiti eða óþægindum af völdum annarra notenda.
5. Ef upp koma lögreglumál í tengslum við misnotkun vefsins, t.d. vegna brota á friðhelgi einkalífs eða veitingar ólöglegrar vöru eða þjónustu, áskilur Einkamálavefurinn ehf. Sér fullan rétt til að aðstoða yfirvöld.
6. Myndbirtingar eru val hvers og eins notanda. Myndir verða að vera af notandanum sem sendir hana inn, hún má ekki sýna annan fólk en notandann sjálfan, hún má ekki vera hreyfimynd, nektar- eða klámmynd, breytt, of stór eða sýna aðeins hluta andlitsins. Einkamálvefurinn ehf. Áskilur sér rétt til að hafna myndum sem upp fylla ekki þessi skilyrði.
7. Að gefa upp farsímanúmer er val hvers og eins notanda. Einkamálvefurinn ehf. Mun ekki undir neinum kringumstæðum a)birta símanúmer notenda, b) gefa þau til þriðja aðila, eða c) gjaldfæra á símreikning notenda nema án upplýsts samþykkis í formi lykilorðs sem sent er í síma hans. Undantekning frá b) er þó áskilin ef um lögreglurannsókn er að ræða.
8. Einkamálavefurinn ehf. skuldbindur sig, gæta fyllsta trúnaðar við notendur. Engar persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunninum, en IP-vistfang úr hverri heimsókn og neföng notenda eru geymd af öryggisástæðum.
9. Einkamálavefurinn ehf. Skuldbindur sig til að gefa ekki netföng til þriðja aðila og skoða ekki nein samskipti milli notenda, nema dómsúrskurður eða fullt samþykki viðtakanda liggi fyrir.
10. Með því að smella á “Ég samþykki” hér fyrir neðan lýsir notandi því yfir að hann sé 16 ára eða eldri og samþykkir að hlíta notkunarskilmálunum.”
Hér lýkur þessari upptalningu og maður spyr: ,,Hvernig gat 13 ára hnáta skráð sig inn á einkamálvefinn nema með því að villa á sér heimildir?
Í öðru lagi: Hver hefur leyfi til að egna 13 ára barni fyrir hugsanlegan barnaníðing? Ekki hafa foreldranir leyfi til þess, ekki heldur barnið sjálft
og hvað þá aðrir. Í hegningarlögum er tekið á þessu atriði.
Og þá eru það hegningarlögin,
Almenn hegingarlög nr. 19 frá árinu 1940 og eru hér uppfærð 1999
,,XXII. kafli.
[Kynferðisbrot.]1)
1)L. 40/1992, 1. gr.
194. gr.
[Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta
fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum
sambærilegum hætti.]1)
1)L. 40/1992, 2. gr.
195. gr.
[Hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar manni til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi
allt að 6 árum.]1)
1)L. 40/1992, 3. gr.
196. gr.
[Hver sem notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur
kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans,
skal sæta fangelsi allt að 6 árum.]1)
1)L. 40/1992, 4. gr.
197. gr.
[Ef umsjónarmaður eða starfsmaður í fangelsi, geðsjúkrahúsi, vistheimili, uppeldisstofnun eða annarri slíkri stofnun hefur
samræði eða önnur kynferðismök við vistmann á stofnuninni varðar það fangelsi allt að 4 árum.]1)
1)L. 40/1992, 5. gr.
198. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann utan hjónabands eða óvígðrar sambúðar með því að misnota
freklega þá aðstöðu sína að hann er honum háður fjárhagslega, í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi
skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, sé maðurinn yngri en 18 ára, allt að 6 árum. Önnur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt
að 2 árum.]1)
1)L. 40/1992, 6. gr.
199. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða
óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Sömu refsingu varðar það ef samræði eða önnur kynferðismök eiga sér stað vegna þeirrar blekkingar að um læknisfræðilega
eða aðra vísindalega meðferð sé að ræða.]1)
1)L. 40/1992, 7. gr.
200. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að 6 árum og allt að
10 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 2 ára fangelsi
og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára
aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.]1)
1)L. 40/1992, 8. gr.
201. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni, yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans,
stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta
fangelsi allt að 6 árum og allt að 10 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 2 árum og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra
en 16 ára.]1)
1)L. 40/1992, 9. gr.
202. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Önnur
kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 4 árum.
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni á aldrinum 14–16 ára til samræðis eða annarra
kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.]1)
1)L. 40/1992, 10. gr.
203. gr.
…1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
204. gr.
[Hafi brot skv. 201. eða 202. gr. verið framið í gáleysi um aldur þess er fyrir broti varð skal beita vægari refsingu að tiltölu
sem þó má ekki fara niður [fyrir lágmark fangelsis].1)]2)
1)L. 82/1998, 102. gr.2)L. 40/1992, 11. gr.
205. gr.
[Refsing skv. 194.–199., 202. og 204. gr. má falla niður ef karl og kona, er kynferðismökin hafa gerst í milli, hafa síðar
gengið að eigast eða tekið upp óvígða sambúð eða, ef þau voru þá í hjónabandi eða óvígðri sambúð, hafa eftir það tekið upp
eða haldið áfram sambúð.]1)
1)L. 40/1992, 12. gr.
206. gr.
[Hver sem stundar vændi sér til framfærslu skal sæta fangelsi allt að 2 árum.
Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða ungmenni, yngra en 18 ára, til þess að hafa viðurværi sitt af lauslæti.
Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann hafi
viðurværi sitt af lauslæti ef viðkomandi er yngri en 21 árs eða honum er ókunnugt um þennan tilgang fararinnar.
Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök
gegn greiðslu eða gerir sér lauslæti annarra að tekjulind, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4
árum en sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]1) ef málsbætur eru.]2)
1)L. 82/1998, 103. gr.2)L. 40/1992, 13. gr.
207. gr.
…1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
208. gr.
[Nú hefur maður, sem sæta skal refsingu eftir 206. gr., áður verið dæmdur fyrir brot á þeirri grein, eða hann hefur áður verið
dæmdur til fangelsisvistar fyrir auðgunarbrot, má þyngja refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.]1)
1)L. 40/1992, 14. gr.
209. gr.
[Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en
[fangelsi allt að 6 mánuðum]1) eða sektum ef brot er smávægilegt.]2)
1)L. 82/1998, 104. gr.2)L. 40/1992, 15. gr.
210. gr.
Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6
mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum,
klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem
er ósiðlegur á sama hátt.
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[Hver sem hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn
hátt skal sæta sektum. Sömu refsingu varðar að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í
kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)”
Mér finnst skelfilegt að til séu barnaníðingar en þessi skefjalausa umfjöllun, í blöðum og ljósvakamiðlum, um kynferðisglæpi í hinum ýmsu myndum er farin svo langt úr böndunum að ég er löngu hættur að skilja tilganginn með henni. Varla gerir hún glæpamanninn betri né betrumbætir þann sem ekkert hefur gert af sér.
Fyrir 5 – 6 árum náði umræða af þessum toga í þær hæðir að fjöldi fólks var hætt að þora að kyssa börnin sín ,,góða nótt” og strjúka um kollinn nema að fá til þess helst leiðbeiningar frá æðra yfirvaldi, eða blöðunum, hvort það mætti eða mætti ekki.
En eins og við vitum flest er allur gangur á hvernig fólk kynnist. Það eru til mörg dæmi um hamingjusöm hjónabönd sem hafa átt sín fyrstu spor inn á einkamálavefnum. Þar er líka fullt af fólki sem villir á sér heimildir, karlmaður sem þykist vera kona, kona þykist vera maður og svo framvegis, en fullorðnir eiga að geta gengið að því vísu að reglum sé fylgt um aldur, að börn séu ekki þar sem þau mega ekki vera.
Þegar ég fór á netið og náði í ofangreinda notkunarskilmála á einkamálvefinn brá mér nokkuð í brún því efst á þeirri síðu var sýnd
hreyfi-teiknimynd, sitt hvoru megin við auglýsingu og á myndinni var api að eðla sig á lambi. Ég fatta ekki svona húmor og skil ekki tilgang hans.
En áfram með umfjöllun Víkurfrétta.
,,Nú hefur einum aðilanum sem sýndur var í þætti ykkar, verið sagt upp störfum á sínum vinnustað. Hvernig snertir það þig?
Við erum mjög sátt við vinnsluna á þættinum og hvernig við myndbregluðum og raddbrengluðum mennina sem við leiddum í gildru. Annað hef ég ekki að segja um það.”
Eins og sagði áðan segir Jóhannes:,,Við bjuggum til 13 ára stúlku.
Þessi fullyrðing segir að engin 13 ára hnáta hafi skráð sig á einkamál.is heldur hafi fullorðnir karlmenn verið að leika sér að kenndum fullorðinna karlmanna og stúlkan sem síðan birtist í þætti þeirra Kompásmanna ekki komið þessu máli við heldur verið fengin eftir á til að bíða barnsníðinganna. Það er almenn regla að menn verða ekki dæmdir fyrir það hvað þeir hugsa heldur hitt hvað þeir framkvæma. Og að dæma síðan einhvern fyrir að hafa hitt fyrir einhvern málinu óviðkomandi á einhverjum stað, varla sakhæft. Því legg ég til að þáttagerðarmenn hjá Kompás upplýsi á hvaða aldri stúlkan var sem beið mannanna og birti jafnframt auglýsinguna sem mennirnir glöptust af á einkamálvefnum.
Ég vil líka vita hvað olli vali þeirra á þessum fjórum af þeim 83 sem vildu komast yfir stúlkuna, þ.e.a.s. hvað varð um þessa 79?
Með ósk um að tilnefningum til blaðamannaverðlauna verði stillt í hóf, bið ég að heilsa að sinni.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ
Þar segir m.a.: ,,Samfélagið var eins og vakið af löngum dvala í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss á NFS s.l. sunnudag um barnaníðinga sem reyna að tæla til sín börn og unglinga í gegnum netið. Notast var við 13 ára tálbeitu og samskipti fjögurra fullorðinna karlmanna skráð nákvæmlega og myndað þegar þeir komu til fundar við tálbeituna. Allir höfðu aðeins eitt í huga: að hafa mök við stúlkuna.”
En fyrst, áður en lengra er haldið, vil ég byrja á grein sem birtist eftir mig á vef Víkurfrétta www.vf.is þann 10.03. 2003.
Nú skal manninn reyna
Þessar tölvur eru undratæki, það má ljóst vera. Þegar veraldarvefirnir bættust við alla þá möguleika sem tölvan gaf, fengu fróðleiksþyrstir nóg að fást við, listamaðurinn fékk útrás í sköpun sinni, vefsíðugerð almennings varð að veruleika og fólk gat spjallað saman á netinu þó það væri statt á sitthvoru landshorninu eða heimsálfunni. Á vefnum var ýmislegt hægt að gera, leita sér að bíl eða húsi til kaups, lesa blöðin, leysa tölvuleikjavandamál, fara í Bridge eða Skák og svo má áfram telja. En vandamálin flæddu líka yfir, ósóminn birtist í klámi, ísmeygilega framreiddu vafaefni, aulahúmor, óheillaþróun sem skemmdi þann fagra heim sem netið hefði getað orðið.
Mig langar til að varpa fram hugmynd um hvernig hugsanlega væri hægt að búa til barnvænt umhverfi á netinu sem jafnframt væri flokkað eftir aldri.
Ýmsa aðila þyrfti að kalla til svo það væri framkvæmanlegt. Yfirvöld þyrftu að íhuga t.d. hvernig skólarnir gætu aukið aðgengi nemenda sinna að kennsluefni, hver væri þáttur íslenskrar sköpunar og hver yrði þáttur bókasafna, hvernig hægt væri að ná fram hugmyndaflæði barna í einfaldri forritun, tónlist og hreyfimyndagerð. Möguleikarnir eru fjölmargir. Ég man eftir því fyrir allnokkrum árum gaf tölvufræðingur í Keflavík út á disklingi forritið "Gagn og Gaman." Það innihélt skemmtilegan tungumálaleik sem náði töluverðum vinsældum í mínu umhverfi. Sá hluti forritsins gæti hentað börnum mjög vel til að styrkja orðaforða og skrifað mál í t.d. dönsku og ensku. Sem möguleiki á kennsluefni í stærðfræði væri hægt að hafa myndskeið með töluðum leiðbeiningum sem væri til staðar á netinu og kæmi að góðum notum við upprifjun námsefnisins. Í forritun mætti nota Flash-Mx forritið sem býður upp á að búa til litla leiki, hreyfimyndir með hljóði, mynd í mynd, tónlistarmyndbönd og skyld viðfangsefni. Ef þessi sköpun sem börnin byggju til yrði eftir á netinu, tel ég víst að hún yrði hvatning öðrum til að ná betri árangri.
Rétt eins og við tölum um veraldarvefinn gæti þetta heitið "Hreint Net."
Í fyrsta lagi er ekkert mál í Windowsumhverfi 98SE að loka af með leyninúmeri fullorðinshluta þess og hafa hann aðskilinn frá barnahluta heimilistölvunnar. Það er gert við uppsetningu stýrisbúnaðarins. Segjum að fullorðnir vildu ótakmarkaðan aðgang að netinu í sínum hluta tölvunnar og fengju vafrann Netscape fyrir sig en börnin Internet Explorer. Fullorðnir væru þar með úr sögunni en komið að barnahlutanum. Úr því forriti þyrfti að fjarlægja alla möguleika til að slá inn eða geyma vefslóðir: Adress bar, favorites, links og annað sem snéri að ásýnd notandans og gera hámarksöryggi fyrir netið að óhreyfanlegri stillingu. Einnig þyrfti að fjarlægja favorites úr "Taskbar 0ption" þ.e.a.s. Start-takkanum.
Þegar hringt væri inn til vefmiðlarans kæmi upp aðalsíða hans með fjölda tökkum (hyperlinks) sem á væri skrifað hvert þeir tengdust. Þessu mætti líkja við heimasíðu á stærð við stjr.is. Aldursskiptingin væri einföld. Við skráningu af foreldra væri barninu úthlutað aðgangsnúmeri að vefmiðlaranum sem innihéldi beint eða óbeint aldur þess. Yngstu börnin fengju aðgang að ákveðnum fjölda takka, fyrirfram ákveðnum vefslóðum og ykist fjöldinn, þess eldri sem þau væru. Almenningur kæmist ekki inn á netið aðeins foreldrar, innsetjarar efnis t.d. kennarar og fullorðnir sem hefðu með umsjón barna að gera. Aðgangsnúmers væri krafist undir öllum kringumstæðum. Óskir annarra um að setja efni inn á vefinn væri háð samþykki miðlarans. Þetta væri í raun stór heimasíða án möguleika til að komast út fyrir þann ramma sem vefmiðlarinn skammtaði notandanum. Spjallforrit netsins væri ótengjanlegt útfyrir vefsíðuna en notandinn gæti látið flæða yfir skjá allra sem tengdir væru, nafn sitt og ósk, hvort einhver vildi spjalla eða fara í tvímenningsleik
En hvernig skal með fara ef tengjast ætti erlendum vefsíðum t.d. Yahoo.com? Sú vefsíða er fjölsótt af börnum sem fullorðnum og býður upp á fjöldann allan af ókeypis leikjum, patch, directX og öðru sem nauðsynlegt er.
Búa yrði svo um hlutina að leitarvélar og aðrar slíkar útgönguleiðir væru gerðar óvirkar. Ef það væri óframkvæmanlegt, gæti verið möguleiki að vefmiðlarinn fengi pakkasamning af innihaldi þeirrar vefsíðu sem hann hefði áhuga á, því þyrfti ekki tenginguna erlendis.
Þá kemur spurning varðandi tengingu netsins við íslenskar vefsíður?
Ekkert vandamál er að tengjast almennum, einföldum heimasíðum. Ein af þeim leiðum að tengjast síðum með leitarvélum væri að íslensku vefsíðurnar byggju til viðbótarskipurit sem innihéldi allt sama efnið að undanskildri leitarvél og öðrum útgönguleiðum. Svona væri hægt að fikra sig áfram í hugmyndaheiminum við að þróa þetta lokaða kerfi.
Þegar búið væri að hanna kerfið, þessa barnvænu vefsíðu, sendi vefmiðlarinn innsetningardisk til notandans með breyttum Internet Explorer og fylgiforritum. Líkt og í dag framkvæmdi innsetningarforritið þær breytingar á tölvunni sem þyrfti og "Hreint Net" væri þar með tilbúið til afnota fyrir börnin.
Hér lýkur greininni ,,Nú skal manninn reyna.”
Á þessum tíma var Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður Víkurfrétta og birtist þessi grein einungis á netinu og henni var í engu svarað.
En áfram um þá Kompásmenn.
Þetta mál allt sem um var fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð-2 þar sem veiddir voru menn í gildru með því að falbjóða þeim 13 ára stúlkubarn, eins og áður segir, er í meira lagi skrýtið og ekki er þverfótað fyrir mótsögnum þegar það er skoðað nánar.
Í þessari grein Víkurfrétta er Jóhannes tekinn tali og þar segir:,,Góð viðbrögð við þættinum” Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss á NFS og fyrrum starfsmaður Víkurfrétta er ánægður með úttekt Kompáss á þessum málum. Hann sgir viðbrögðin hafa verið mjög góð og samfélagið hafi bókstaflega tekið kipp vegna fréttarinnar.”
En því næst kemur í viðtalinu það merkilegasta og mótsagnakenndasta sem ég hef lesið í mörg ár.
,,Hvað kom þér mest á óvart við vinnslu þáttarins? Hvað það er ótrúlega mikil eftirspurn fullorðinna karlmanna eftir börnum og unglingum. Við ,,bjuggum til” 13 ára stúlku og settum auglýsingu inn á vefslóðina einkamál.is – henni svöruðu 83 karlmenn og það sýnir hve eftirspurnin er mikil. Það kom mér einnig á óvart hvað þessir karlmenn voru tilbúnir að ganga langt að hitta stúlkuna á fjölförnum stöðum en það tel ég sýna mjög einbeittan ásetning.”
Að það sýni mjög einbeittan ásetning að hitta stúlku í fjölmenni frekar en einrúmi, er mér óskiljanleg speki og þarf í það minnsta mikinn djúphyggjumann til að fá þá niðurstöðu.
En byrjum á fyrstu staðreynd. Hverjir mega skrá sig inn á vefsvæðið einkamál.is?
Eftirfarandi er orðrétt frá einkamál.is og svarar spurningunni.
,,EINKAMAL.IS - NOTKUNARSKILMÁLAR
Af öryggisástæðum verða allir skráðir notendur að samþykkja notkunarskilmála okkar.
1. Notandi er persónulega ábyrgur fyrir öllu efni sem hann birtir á vefnum og öllum skilaboðum sem hann sendir. Einkamálavefurinn ehf. Getur ekki undir neinum kringumstæðum borið ábyrgð á orðum og athöfnum notenda.
2. Börnum undir 16 ára aldri er óheimill aðgangur að allri þjónustu einkamal.is.
3. Það er stranglega bannað að bjóða vöru eða þjónustu sem íslensk löggjöf bannar, t.d. vændi, ólögleg vímuefni eða ólögleg klámefni.
4. Einkamálavefurinn ehf. Áskilur sér rétt til að grípa inn í vegna kvartana undan stöðugu áreiti eða óþægindum af völdum annarra notenda.
5. Ef upp koma lögreglumál í tengslum við misnotkun vefsins, t.d. vegna brota á friðhelgi einkalífs eða veitingar ólöglegrar vöru eða þjónustu, áskilur Einkamálavefurinn ehf. Sér fullan rétt til að aðstoða yfirvöld.
6. Myndbirtingar eru val hvers og eins notanda. Myndir verða að vera af notandanum sem sendir hana inn, hún má ekki sýna annan fólk en notandann sjálfan, hún má ekki vera hreyfimynd, nektar- eða klámmynd, breytt, of stór eða sýna aðeins hluta andlitsins. Einkamálvefurinn ehf. Áskilur sér rétt til að hafna myndum sem upp fylla ekki þessi skilyrði.
7. Að gefa upp farsímanúmer er val hvers og eins notanda. Einkamálvefurinn ehf. Mun ekki undir neinum kringumstæðum a)birta símanúmer notenda, b) gefa þau til þriðja aðila, eða c) gjaldfæra á símreikning notenda nema án upplýsts samþykkis í formi lykilorðs sem sent er í síma hans. Undantekning frá b) er þó áskilin ef um lögreglurannsókn er að ræða.
8. Einkamálavefurinn ehf. skuldbindur sig, gæta fyllsta trúnaðar við notendur. Engar persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunninum, en IP-vistfang úr hverri heimsókn og neföng notenda eru geymd af öryggisástæðum.
9. Einkamálavefurinn ehf. Skuldbindur sig til að gefa ekki netföng til þriðja aðila og skoða ekki nein samskipti milli notenda, nema dómsúrskurður eða fullt samþykki viðtakanda liggi fyrir.
10. Með því að smella á “Ég samþykki” hér fyrir neðan lýsir notandi því yfir að hann sé 16 ára eða eldri og samþykkir að hlíta notkunarskilmálunum.”
Hér lýkur þessari upptalningu og maður spyr: ,,Hvernig gat 13 ára hnáta skráð sig inn á einkamálvefinn nema með því að villa á sér heimildir?
Í öðru lagi: Hver hefur leyfi til að egna 13 ára barni fyrir hugsanlegan barnaníðing? Ekki hafa foreldranir leyfi til þess, ekki heldur barnið sjálft
og hvað þá aðrir. Í hegningarlögum er tekið á þessu atriði.
Og þá eru það hegningarlögin,
Almenn hegingarlög nr. 19 frá árinu 1940 og eru hér uppfærð 1999
,,XXII. kafli.
[Kynferðisbrot.]1)
1)L. 40/1992, 1. gr.
194. gr.
[Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta
fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum
sambærilegum hætti.]1)
1)L. 40/1992, 2. gr.
195. gr.
[Hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar manni til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi
allt að 6 árum.]1)
1)L. 40/1992, 3. gr.
196. gr.
[Hver sem notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur
kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans,
skal sæta fangelsi allt að 6 árum.]1)
1)L. 40/1992, 4. gr.
197. gr.
[Ef umsjónarmaður eða starfsmaður í fangelsi, geðsjúkrahúsi, vistheimili, uppeldisstofnun eða annarri slíkri stofnun hefur
samræði eða önnur kynferðismök við vistmann á stofnuninni varðar það fangelsi allt að 4 árum.]1)
1)L. 40/1992, 5. gr.
198. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann utan hjónabands eða óvígðrar sambúðar með því að misnota
freklega þá aðstöðu sína að hann er honum háður fjárhagslega, í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi
skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, sé maðurinn yngri en 18 ára, allt að 6 árum. Önnur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt
að 2 árum.]1)
1)L. 40/1992, 6. gr.
199. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða
óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Sömu refsingu varðar það ef samræði eða önnur kynferðismök eiga sér stað vegna þeirrar blekkingar að um læknisfræðilega
eða aðra vísindalega meðferð sé að ræða.]1)
1)L. 40/1992, 7. gr.
200. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að 6 árum og allt að
10 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 2 ára fangelsi
og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára
aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.]1)
1)L. 40/1992, 8. gr.
201. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni, yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans,
stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta
fangelsi allt að 6 árum og allt að 10 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 2 árum og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra
en 16 ára.]1)
1)L. 40/1992, 9. gr.
202. gr.
[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Önnur
kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 4 árum.
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni á aldrinum 14–16 ára til samræðis eða annarra
kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.]1)
1)L. 40/1992, 10. gr.
203. gr.
…1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
204. gr.
[Hafi brot skv. 201. eða 202. gr. verið framið í gáleysi um aldur þess er fyrir broti varð skal beita vægari refsingu að tiltölu
sem þó má ekki fara niður [fyrir lágmark fangelsis].1)]2)
1)L. 82/1998, 102. gr.2)L. 40/1992, 11. gr.
205. gr.
[Refsing skv. 194.–199., 202. og 204. gr. má falla niður ef karl og kona, er kynferðismökin hafa gerst í milli, hafa síðar
gengið að eigast eða tekið upp óvígða sambúð eða, ef þau voru þá í hjónabandi eða óvígðri sambúð, hafa eftir það tekið upp
eða haldið áfram sambúð.]1)
1)L. 40/1992, 12. gr.
206. gr.
[Hver sem stundar vændi sér til framfærslu skal sæta fangelsi allt að 2 árum.
Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða ungmenni, yngra en 18 ára, til þess að hafa viðurværi sitt af lauslæti.
Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann hafi
viðurværi sitt af lauslæti ef viðkomandi er yngri en 21 árs eða honum er ókunnugt um þennan tilgang fararinnar.
Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök
gegn greiðslu eða gerir sér lauslæti annarra að tekjulind, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4
árum en sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]1) ef málsbætur eru.]2)
1)L. 82/1998, 103. gr.2)L. 40/1992, 13. gr.
207. gr.
…1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
208. gr.
[Nú hefur maður, sem sæta skal refsingu eftir 206. gr., áður verið dæmdur fyrir brot á þeirri grein, eða hann hefur áður verið
dæmdur til fangelsisvistar fyrir auðgunarbrot, má þyngja refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.]1)
1)L. 40/1992, 14. gr.
209. gr.
[Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en
[fangelsi allt að 6 mánuðum]1) eða sektum ef brot er smávægilegt.]2)
1)L. 82/1998, 104. gr.2)L. 40/1992, 15. gr.
210. gr.
Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6
mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum,
klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem
er ósiðlegur á sama hátt.
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[Hver sem hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn
hátt skal sæta sektum. Sömu refsingu varðar að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í
kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)”
Mér finnst skelfilegt að til séu barnaníðingar en þessi skefjalausa umfjöllun, í blöðum og ljósvakamiðlum, um kynferðisglæpi í hinum ýmsu myndum er farin svo langt úr böndunum að ég er löngu hættur að skilja tilganginn með henni. Varla gerir hún glæpamanninn betri né betrumbætir þann sem ekkert hefur gert af sér.
Fyrir 5 – 6 árum náði umræða af þessum toga í þær hæðir að fjöldi fólks var hætt að þora að kyssa börnin sín ,,góða nótt” og strjúka um kollinn nema að fá til þess helst leiðbeiningar frá æðra yfirvaldi, eða blöðunum, hvort það mætti eða mætti ekki.
En eins og við vitum flest er allur gangur á hvernig fólk kynnist. Það eru til mörg dæmi um hamingjusöm hjónabönd sem hafa átt sín fyrstu spor inn á einkamálavefnum. Þar er líka fullt af fólki sem villir á sér heimildir, karlmaður sem þykist vera kona, kona þykist vera maður og svo framvegis, en fullorðnir eiga að geta gengið að því vísu að reglum sé fylgt um aldur, að börn séu ekki þar sem þau mega ekki vera.
Þegar ég fór á netið og náði í ofangreinda notkunarskilmála á einkamálvefinn brá mér nokkuð í brún því efst á þeirri síðu var sýnd
hreyfi-teiknimynd, sitt hvoru megin við auglýsingu og á myndinni var api að eðla sig á lambi. Ég fatta ekki svona húmor og skil ekki tilgang hans.
En áfram með umfjöllun Víkurfrétta.
,,Nú hefur einum aðilanum sem sýndur var í þætti ykkar, verið sagt upp störfum á sínum vinnustað. Hvernig snertir það þig?
Við erum mjög sátt við vinnsluna á þættinum og hvernig við myndbregluðum og raddbrengluðum mennina sem við leiddum í gildru. Annað hef ég ekki að segja um það.”
Eins og sagði áðan segir Jóhannes:,,Við bjuggum til 13 ára stúlku.
Þessi fullyrðing segir að engin 13 ára hnáta hafi skráð sig á einkamál.is heldur hafi fullorðnir karlmenn verið að leika sér að kenndum fullorðinna karlmanna og stúlkan sem síðan birtist í þætti þeirra Kompásmanna ekki komið þessu máli við heldur verið fengin eftir á til að bíða barnsníðinganna. Það er almenn regla að menn verða ekki dæmdir fyrir það hvað þeir hugsa heldur hitt hvað þeir framkvæma. Og að dæma síðan einhvern fyrir að hafa hitt fyrir einhvern málinu óviðkomandi á einhverjum stað, varla sakhæft. Því legg ég til að þáttagerðarmenn hjá Kompás upplýsi á hvaða aldri stúlkan var sem beið mannanna og birti jafnframt auglýsinguna sem mennirnir glöptust af á einkamálvefnum.
Ég vil líka vita hvað olli vali þeirra á þessum fjórum af þeim 83 sem vildu komast yfir stúlkuna, þ.e.a.s. hvað varð um þessa 79?
Með ósk um að tilnefningum til blaðamannaverðlauna verði stillt í hóf, bið ég að heilsa að sinni.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ