Aðsent

Rödd fólksins heyrðist
Fimmtudagur 2. nóvember 2017 kl. 06:00

Rödd fólksins heyrðist

Nú er þessum kosningum lokið og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm. Flokkur fólksins reis upp og fékk fjóra þingmenn sem er sérlega glæsilegt. Í Suðurkjördæmi fékk flokkurinn yfir 2.500 atkvæði sem ég er afskaplega hrærður yfir og vil nota þetta tækifæri að þakka þeim kjósendum sem trúðu á mig og flokkinn til góðra verka þrátt fyrir slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum rétt fyrir kosningar. Skoðanakönnunum sem mældu ekki skoðanir elsta fólksins. Traust er ekki sjálfgefið og á ekki að vera það. Þá vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og töluðu vel um mitt framboð og stóðu mér við hlið.

Á ferðum mínum um kjördæmið hef ég hitt og kynnst fjölmörgu fólki og haft ánægju af. Ég vona ég geti haldið áfram að hitta ykkur og hlusta á hvað það er sem brennur á ykkur. Margt af því þekki ég og mun vinna að ná því fram. Framundan eru stjórnarmyndunarþreifingar og á þessari stundu er alls óvíst hverjir taka við stjórn á landsins málum. Auðvitað skiptir það heilmiklu máli hvernig sú stjórn verður samsett, en ég tel að Flokkur fólksins geti látið sína rödd heyrast hvoru megin sem hann verður.

Kæru Suðurnesjamenn og -konur, ég finn til ábyrgðar og mun leggja mig fram. Takk, takk.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Karl Gauti Hjaltason