Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Róbert Marshall skrifar: Opnum völlinn fyrir þjóðinni
Miðvikudagur 11. október 2006 kl. 17:22

Róbert Marshall skrifar: Opnum völlinn fyrir þjóðinni

Notagildi yfirgefinna herstöðva dvínar eftir því sem lengri tími líður frá því þær eru yfirgefnar og þar húsin eru tekin í notkun. Þetta sýnir reynslan hvaðanæva að úr heiminum. Það er því ljóst að taka þarf þau miklu mannvirki sem nú standa auð á vellinum í notkun strax. Ég fór þarna um á sunnudag og sé ekkert nema tækifæri, tækifæri og tækifæri.
Þarna á að draga að rannsóknarstofur, menntastofnanir, hugbúnaðarfyrirtæki, léttiðnað, ráðstefnur, fundi, íþróttabúðir, kvikmyndafyrirtæki, listamenn, flugskóla,  tónlistahátíðir, landhelgisgæslu, slysavarnafélagið, framhaldsskólanema, háskólanema, söfn og ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir.

Það sem þarf að gerast strax er að opnað sé á aðgengi almennings að svæðinu. Þjóðin á þetta svæði og á að fá að skoða það. Það eru verðmæti fólginu í svæðinu sjálfu eins og það er nú. Fjöldi fólks myndi fagna því tækifæri að fá að keyra um svæðið og skoða það. Það mun auka umferð og straum ferðamanna núna strax í vetur.
Ég skil í rauninni ekki þau sjónarmið sem liggja að baki því að svæðið sé lokað. Auðvitað er nauðsynlegt að hafa þarna öryggisgæslu eins og nú er en það er ekkert sem mælir gegn því að svæðið sé opið á daginn.

Á undanförnum vikum hef ég kynnt mér þau mál sem brenna hvað heitast á fólki á Suðurnesjum. Ég myndi gjarnan vilja ræða við ykkur um mínar áherslur og eins heyra ykkar sjónarmið. Þess vegna boða ég til opins fundar í Reykjanesbæ á laugardagskvöld klukkan 20.00. Greint verður frá staðsetningu hans á www.marshall.is

Róbert Marshall

býður sig fram í 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 4. nóvember. Prófkjörið er öllum opið án sérstakrar stuðningsyfirlýsingar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024