Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ríkisstjórnin boðar áframhaldandi niðurskurð
Frá Hrafnistu í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 9. október 2018 kl. 07:00

Ríkisstjórnin boðar áframhaldandi niðurskurð

næstu þrjú árin til fyrirtækja í velferðarþjónustu

- Alvarleg staða framundan rædd á félagsfundi SFV
 
Félagsaðilar í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) koma saman til félagsfundar á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 12. október kl. 14 til að ræða þá alvarlegu stöðu sem framundan er í rekstri fjölmargra heilbrigðisfyrirtækja og stofnana víða um land sem boðuð er í framlögðu fjárlagafumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár.
 
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 boðar ríkisstjórin áframhaldandi niðurskurð á greiðslum til flestra aðildarfélaga SFV með sama hætti og þau hafa staðið frammi undanfarin ár, ekki síst á yfirstandandi ári. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur einnig til að skerða greiðslurnar enn frekar árin 2020 og 2021, að minnsta kosti. Standi þessi ákvörðun í meðförum Alþingis í umræðum um fjárlagafrumvarpið verður niðurskurðurinn meiri árin 2020 og 2021 heldur en á yfirstandandi ári og fyrirsjáanlegur er á næsta ári. Þetta kemur nokkuð óvart þar sem í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er meðal annars sérstaklega tiltekið að huga þurfi að rekstrargrunni hjúkurnarheimilanna.
 
Þrátt fyrir boðaða aukningu á framlögum til heilbrigðiskerfisins er augljóst af lestri frumvarpsins að sú aukning er að langstærstum hluta ætluð Landspítala og opinberum heilbrigðisstofnunum. Í frumvarpinu er á hinn bóginn gert ráð fyrir að skera áfram niður rekstrarframlög til hjúkrunar-, dvalar -, og dagdvalarrýma þótt ætlunin sé að fjölga slíkum rýmum. Vísbendingar eru um að það viðbótarfjármagn hafi verið vanreiknað auk þess sem ríkisvaldið hefur lagt ýmsar nýjar og fjárhagslega íþyngjandi kröfur á aðildarfélög SFV undanfarin misseri án þess að kröfurnar hafi verið fjármagnaðar af hálfu ríksins. Vegna þeirrar stöðu hafa viðræður SFV við Sjúkratryggingar um nýjan rammasamning fyrir dagdvalir siglt í strand en samningafundir hafa ekki verið haldnir frá því í lok mars. Rammasamningur um hjúkrunar – og dvalarrými rennur út um áramótin og er fyrirhugaður samningur sá langstærsti í sögu Sjúkratrygginga.
 
Að mati stjórnar SFV er nauðsynlegt að kalla saman félagsfund til að ræða þá alvarlegu stöðu sem mun að óbreyttu blasa við í rekstri fyrirtækjanna, vegna boðaðra aðgerða ríkisvaldsins. Ekki er ólíklegt að sum aðildarfélög SFV muni þurfa að taka rekstur sinn til endurskoðunar til að mæta áframhaldandi niðurskurði á framlögum ríksins allt til ársins 2021 að minnsta kosti, annað hvort með því að leggja niður ákveðna þjónustuþætti eða breyta rekstrarfyrirkomulagi til að afla nýrra tekna á öðrum vettvangi óháðum framlögum frá ríkinu. Eins og áður segir verður félagsfundurinn haldinn föstudaginn 12. október á Hrafnistu í Reykjavík og hefst hann kl. 14 í Helgafelli á fjórðu hæð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024