Ríkið axli ábyrgð í málefnum HS
Nú er ljóst að farsinn sem hófst með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja (HS) er hvergi nærri lokið. Upphaflega hugmyndin á bakvið sölu á hlut ríkisins í HS var að hluturinn yrði seldur beint yfir borðið til sveitarfélaga sem þá voru stórir eignaraðilar í HS. Ekki ósvipað og þegar Reykjavíkurborg seldi sinn hlut í Landsvirkjun til Ríkisins eftir að samkomulag hafði náðst um sanngjarnt verð.
Í stað þess ákvað fjármálaráðherra eða ráðherra-skipuð einkavæðinganefnd að selja hlut ríkisins hæstbjóðenda og láta engin önnur sjónarmið ráða ferðinni. Hvers vegna þetta var ákveðið með þessum hætti er mér hulin ráðgáta, en Geysir Green (GGE) hafði skömmu áður verið stofnað og flutt höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ, meira að segja vorum við svo "saklausir" í minnihlutanum í Reykjanesbæ að við samþykktum að Reykjanesbær yrði lítill hluthafi í GGE sem væri útrásar - fyrirtæki í jarðvarmaorku. Við sáum einfaldlega ekki þetta "plott" fyrirfram, GGE ætlaði alltaf að eignast hlut Ríkisins í HS og fjármálaráðherra var harðákveðinn í að selja hlutinn hæstbjóðenda.
AF HVERJU MÁTTI EKKI SELJA HLUTINN BEINT YFIR BORÐIÐ TIL SVEITARFÉLAGA Á STARFSVÆÐI FÉLAGSINS ?
Hvernig væri að Samfylkingin sýndi einu sinni og þá í fyrsta sinn í þessu ríkisstjórnarsamstarfi úr hverju hún er gerð og bjargi Hitaveitu Suðurnesja með því að leysa til sín hlut Orkuveitu Reykjavíkur og GGE og selja sveitarfélögum á starfsvæði HS á viðráðanlegu verði ?
Eysteinn Jónsson
Bæjarflulltrúi í Reykjanesbæ fyrir A-lista, Sameiginlegt framboð Framsóknar og Samfylkingar