Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 7. mars 2003 kl. 08:37

Rifbeinsbrotinn eftir hóstakast og læknislaust í Keflavík!

Mig langar aðeins að láta í ljós álit á þessu ástandi á Heilsugæslunni, en vil samt segja það að starfsfólkið á skiptiborðinu á alla mína samúð. Ég lenti í því að maðurinn minn veiktist af mjög slæmu kvefi og vegna þess að hann er ekki mjög heilsuhraustur fyrir þá treysti hann sér ekki til að sitja í marga klukkutíma á heilsugæslunni í von um að ná kannski í einhvern lækni,svo við reyndum öll hugsanleg húsráð og kerlingabækur,þangað til hann var orðin það slæmur að hann þoldi ekki við lengur og lagði á sig að sitja í nokkra klukkutíma niðurfá ,til að ná loks í lækni.Hann sagði honum að hann væri með slæmt Bronkitis og lét hann á mjög sterk lyf og sagði honum að koma eftir nokkra daga,sem hann og gerði,þá kom í ljós að hann var jafn slæmur og þurfti að halda áfram á sterum og öllu hinu fram að næsta mánudegi.Á sunnudegi er hringt til að láta vita að því miður sé læknirinn orðin veikur (SKRÍTIÐ!!) og óvíst um næsta tíma!

Nú voru góð ráð dýr,því ekki hafði manninum mínum batnað öðru nær!. Á mánudagsmorgun eftir mjög slæmt hóstakast ,var hann svo frá af kvölum að ég ákvað að reyna að fá tíma fyrir hann hjá lækni á Stór Reykjavíkursvæðinu. Fyrir rest náði ég sambandi við dásamlega stúlku
hjá Læknalind í Kópavoginum og sagði hún mér að koma með manninn strax, hún myndi sjá um að hann yrði tekinn inn. Ég var auðvitað Guðsfegin, þó að hún segði mér jafnframt að því miður gilti ekki örorkuskírteinið hans þarna, svo hann varð að borga fullt gjald.Það var þó breytilegt, því ef hann keypti áskrift,þá borgaði hann Kr:2930. og skuldbyndi sig í áskrift í 3 mánuði,en þá náttúrulega borgar hann ekkert komugjald ,þó hann kæmi á hverjum degi allan mánuðinn! Annars var verði 3500 fyrir tímann!

Jæja þarna fékk maðurinn minn að vita að trúlega hefði hann broti rifbein í hóstakasti (sem mér skilst að sé frekar algengt). Hann var sendur á bráðavaktina í Fossvogi,þar sem þetta var staðfest,þar kom líka í ljós að hann var búin að vera á sterkum sterum of lengi (og reyndar hafði líka gleymst að láta hann vita að hann þurfti að trappa sig niður af þeim!).Hann var síðan sendur heim á nýjum lyfjum (vonandi allt í lagi með þau!), nóg af verkjalyfjum,! því hvert á að leita ef þau bregðast,svo nú bara mókir hann í lyfjavímu heima og ég bara vona að ég þurfi nákvæmlega ekkert að leita til Heilsugæslu Suðurnesja hvorki fyrir hann né aðra í minni fjölskyldu,því hún stendur því miður ekki undir nafni,þó að starfsmenn hennar reyni svo sannarlega sitt besta, ég þakka bara Guði fyrir að ég er ekki með lítil börn sem þurfa læknishjálp.

Aðstandandi í vanda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024