Reykjensbær og prófkjörin
Prófkjör stærstu flokkanna eru á döfinni. Frá sjónarhorni okkar Reyknesbæinga og okkar hreppapólitík, er fátt um fína drætti sem fyrr. Ár og dagar eru frá því að pólitíkus sem eitthvað kvað að átti rætur að rekja suður með sjó. Hvenær áttum við t.d. ráðherra síðast? Man það nokkur? Svo gæfulausir erum við í þessum efnum, að efstu menn framboðslista hafa ekki átt hér heima hér frá dögum Karls Steinars (1991) og það sem verra er að í síðustu kosningum fengum við einn þingmann af 10 í kjördæminu, en ættum að vera með a.m.k. fjóra, miðað við stærð Reykjanesbæjar. Þegar mannvalið er jafn lítið og raun ber vitni, leitar t.d. Sjálfstæðisflokkurinn fanga víða, sækir m.a. Árna Mathiesen í annað kjördæmi, til að leiða listann. Vinstri grænir gera slíkt hið sama og einnig Frjálslyndir. Líklega mun landbúnaðargoðið leiða Framsókn og fjórir, takið eftir, hvorki fleiri né færri en fjórir utanbæjarmenn, sækjast eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í okkar kjördæmi. Með samstöðu hefði Samfylkingin í Reykjanesbæ haft tækifæri núna til að koma sínum manni að til forystu (að öðrum ólöstuðum). Svo varð ekki og er það e.t.v. dæmigert fyrir flokksfélag í sárum eftir afhroðið í kosningunum í vor. Það er áhyggjuefni hvert stefnir í Reykjanesbæ. Er það ennþá svo að ímyndaðir sérhagsmunir Njarðvíkinga, Keflvíkinga, gömlu kratanna og allaballanna ráði atburðarásinni undir niðri? Vonandi ekki. Það er hins vegar ljóst, hver sem skýringin er, að við fáum ekki Reyknesbæing til að leiða lista Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Hins vegar verðum við að gera okkur eins gott úr stöðunni og mögulegt er vegna þess að það skiptir máli fyrir Reykjanesbæ, (hvað svo sem mönnum finnst um hreppapólitíkina), að eiga sitt fólk á þingi.
Að þessu sinni gefa tvær öflugar konur úr Reykjanesbæ kost á sér til framboðs í prófkjöri Samfylkingarinnar. Það eru þær Lilja Samúelsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Sigríður býr yfir mikilli færni og reynslu þess einstaklings sem lengi hefur verið virk í pólitík. Lilja er hins vegar verðugur fulltrúi þess unga fólks sem mun taka við skútunni þegar fram í sækir. Hún tilheyrir þeim frábæra hópi fyrstu viðskiptafræðinemanna sem lauk námi frá HA við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, hópi sem hefur skipað sér sess í uppbyggingu atvinnulísfins hér í Reykjanesbæ og veit hvar skóinn kreppir. Það er þannig fólk sem við þurfum að fá sem okkar fulltrúa á Alþingi, einmitt núna þegar mikilla breytinga er að vænta.
Reyknesbæingar, eiga með öðrum orðum kost á því að tryggja öflugum konum úr bænum örugg sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi kosningum. Sláum tvær flugur í einu höggi; styrkjum Samfylkinguna í Reykjanesbæ og kjósum tvær konur úr okkar röðum í prófkjöri Samfylkingarinnar. Allir saman nú! Styðjum Lilju og Sigríði í efstu sætin!
Skúli Thoroddsen
Reykjanesbæ
Að þessu sinni gefa tvær öflugar konur úr Reykjanesbæ kost á sér til framboðs í prófkjöri Samfylkingarinnar. Það eru þær Lilja Samúelsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Sigríður býr yfir mikilli færni og reynslu þess einstaklings sem lengi hefur verið virk í pólitík. Lilja er hins vegar verðugur fulltrúi þess unga fólks sem mun taka við skútunni þegar fram í sækir. Hún tilheyrir þeim frábæra hópi fyrstu viðskiptafræðinemanna sem lauk námi frá HA við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, hópi sem hefur skipað sér sess í uppbyggingu atvinnulísfins hér í Reykjanesbæ og veit hvar skóinn kreppir. Það er þannig fólk sem við þurfum að fá sem okkar fulltrúa á Alþingi, einmitt núna þegar mikilla breytinga er að vænta.
Reyknesbæingar, eiga með öðrum orðum kost á því að tryggja öflugum konum úr bænum örugg sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi kosningum. Sláum tvær flugur í einu höggi; styrkjum Samfylkinguna í Reykjanesbæ og kjósum tvær konur úr okkar röðum í prófkjöri Samfylkingarinnar. Allir saman nú! Styðjum Lilju og Sigríði í efstu sætin!
Skúli Thoroddsen
Reykjanesbæ