Reykjaneshöllin, svifrik og draumasamningar
Nú hefur Reykjaneshöllin verið lokuð undanfarnar vikur, þegar húsið átti að vera í fullri notkun, lokuð vegna svifryksmengunar. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lokun á þessum tíma og spara stór pening í hreinsunarkostnað, ef sjálfstæðismenn hefðu hlustað á tillögu okkar A-lista manna, þann 20.febrúar 2007. Þar lögðum við til að skipt yrði um gervigras í Reykjaneshöllinni, þar sem svifryk væri umtalsvert yfir hættumörkum.
Læt ég hér tillöguna fylgja með til glöggvunar:
“Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að farið verði í það strax að skipta um gervigras í Reykjaneshöllinni eftir að hafa farið yfir þær upplýsingar sem gefnar hafa verið um ástandið á grasinu og svifryks sem er í Reykjaneshöllinni. Ljóst er að kostnaðurinn við að skipta um gervigras er um 25 – 30 milljónir og mun hann lenda á Reykjanesbæ sem er leigjandi, en ekki á eiganda hússins.
Rökstuðningur okkar fyrir þessari tillögu er:
Ljóst er að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir leyfilegum mörkum. Svifryk getur verið hættulegt heilsu manna og valdið ýmiskonar óþægindum fyrir þá sem eru þar sem svifryk er.
Aldur gervigrassins, en það var sett á árið 2000 og er því 7 ára, en talið er að eðlilegur endingartími svona grasmotta séu 10 ár. Ljóst er að leggja þarf í kostnað á allra næstu árum við að skipta um gervigrasið, þar sem eðlilegur endingartími þess er að verða liðinn.
Að aldur grassins og sú slysahætta sem því fylgir, verði til þess að félög hafa verið að veigra sér við að spila hér í Reykjaneshöllinni, samanber bréf frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Knattspyrnudeild Njarðvíkur um ástand grassins.
Ljóst er á aðsóknartölum síðastliðins árs að dregið hefur úr aðsókn að Reykjaneshöllinni, sem ætla má að a.m.k. einhverju leyti, megi rekja til ástands gervigrassins.”
En sjálfstæðismenn gátu ekki samþykkt þessa tillögu, heldur var henni vísað í bæjarráð og svæfð þar. Var allt reynt til þess að sleppa við að skipta um gólfefni og opinbera þann fáránlega samning sem gildir um Reykjaneshöllina. Það er ekki nóg með að borgað sé yfir 3 milljónir í leigu á mánuði, heldur eiga leigutakar (s.s. Reykjanesbær) að annast ALLT viðhald, jafnt utandyra sem innandyra, og borga alla skatta og skyldur af húsinu.
Ég held að enginn íbúi Reykjanesbæjar myndi persónulega, sætta sig við slíka leigusamninga.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ
Læt ég hér tillöguna fylgja með til glöggvunar:
“Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að farið verði í það strax að skipta um gervigras í Reykjaneshöllinni eftir að hafa farið yfir þær upplýsingar sem gefnar hafa verið um ástandið á grasinu og svifryks sem er í Reykjaneshöllinni. Ljóst er að kostnaðurinn við að skipta um gervigras er um 25 – 30 milljónir og mun hann lenda á Reykjanesbæ sem er leigjandi, en ekki á eiganda hússins.
Rökstuðningur okkar fyrir þessari tillögu er:
Ljóst er að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir leyfilegum mörkum. Svifryk getur verið hættulegt heilsu manna og valdið ýmiskonar óþægindum fyrir þá sem eru þar sem svifryk er.
Aldur gervigrassins, en það var sett á árið 2000 og er því 7 ára, en talið er að eðlilegur endingartími svona grasmotta séu 10 ár. Ljóst er að leggja þarf í kostnað á allra næstu árum við að skipta um gervigrasið, þar sem eðlilegur endingartími þess er að verða liðinn.
Að aldur grassins og sú slysahætta sem því fylgir, verði til þess að félög hafa verið að veigra sér við að spila hér í Reykjaneshöllinni, samanber bréf frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Knattspyrnudeild Njarðvíkur um ástand grassins.
Ljóst er á aðsóknartölum síðastliðins árs að dregið hefur úr aðsókn að Reykjaneshöllinni, sem ætla má að a.m.k. einhverju leyti, megi rekja til ástands gervigrassins.”
En sjálfstæðismenn gátu ekki samþykkt þessa tillögu, heldur var henni vísað í bæjarráð og svæfð þar. Var allt reynt til þess að sleppa við að skipta um gólfefni og opinbera þann fáránlega samning sem gildir um Reykjaneshöllina. Það er ekki nóg með að borgað sé yfir 3 milljónir í leigu á mánuði, heldur eiga leigutakar (s.s. Reykjanesbær) að annast ALLT viðhald, jafnt utandyra sem innandyra, og borga alla skatta og skyldur af húsinu.
Ég held að enginn íbúi Reykjanesbæjar myndi persónulega, sætta sig við slíka leigusamninga.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ