Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Reykjanesbær óskar eftir tilnefningum um fjölskylduvæn fyrirtæki
Mánudagur 7. janúar 2008 kl. 13:41

Reykjanesbær óskar eftir tilnefningum um fjölskylduvæn fyrirtæki

Reykjanesbær hefur árlega frá því árinu 2003 veitt viðurkenningar til  fyrirtækja sem taka tillit til fjölskyldunnar í starfsemi sinni og hafa sett sér fjölskyldustefnu.   Með þessu vill Reykjanesbær hvetja fyritæki til þess að huga að þessum málum þegar stefna fyrirtækis og framtíðarsýn er lögð.  Flestir starfsmenn fyrirtækja eiga fjölskyldur og stærstur hluti þeirra sem eru á vinnumarkaðinum eru með börn á framfæri.  Það er afar mikilvægt að starfsfólk viti hver stefna fyrirtækisins er, það getur komið  í veg fyrir óþarfa árekstra og áhyggjur t.d. vegna veikinda barna ofl.

Þessi fyrirtæki og stofnanir hafa áður fengið viðurkenningar:
2003
Íslandsbanki (Glitnir)
Leikskólinn Hjallatún
2004
Sparisjóðurinn í Keflavík
Bókasafn Reykjanesbæjar
2005
Leikskólinn Giml
Akurskóli
2006
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur  
Toyotasalurinn
2007
SJ Innréttingar ehf.
Intrum á Íslandi ehf, útibúið í Reykjanesbæ
Dagdvöl aldraðra

Viðurkenningarnar hafa fram að þessu farið fram í september ár hvert í tengslum við Ljósanótt.  Nú verður breyting þar á, því ákv. hefur verið að árlega skuli haldinn dagur um málefni fjölskyldunnar og verða viðurkenningarnar veittar í tengslum við hann.  

Reykjanesbær óskar hér með eftir tilnefningum frá starfsmönnum fyritækja og stofnanna sem eru með virka fjölskyldustefnu og skal stefnan fylgja með tilnefningunni.  Einnig er mikilvægt að í tilnefningunni komi fram rökstuðningur á því hvernig stefnunni er framfylgt.  Þá erog mikilvægt að tilnefningin sé lögð fram í nafni meirihluta starfsmanna.

Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 31. janúar 2008.    Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, merktar FJÖLSKYLDUVÆN FYRIRTÆKI. Einnig má senda tilnefningar með netpósti á netfangið [email protected].


Félagsmálastjórinn í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024