Reykjanesbær góð fyrirmynd í skólamálum
Skúli Skúlason bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ var gestur Framsóknarmanna á Akranesi þegar farið var yfir skólamál í stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Framsóknarmenn á Akranesi horfa mjög til Reykjanesbæjar og uppbyggingar þar í skólamálum.Í Reykjanesbæ þykja skólamál vera til fyrirmyndar og allir flokkar þar voru sammála um að flýta einsetningu sem mest. Framsóknarmenn á Akranesi segjast geta lært margt af íbúum í Reykjanesbæ. Á myndinni sjáum við Skúla ásamt frambjóðendum af Skaganum rýna í tölvumyndir frá Reykjanesbæ.