Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Reykjanesbær eignast  meirihluta í almannaþjónustu Hitaveitunnar
Miðvikudagur 15. júlí 2009 kl. 11:06

Reykjanesbær eignast meirihluta í almannaþjónustu Hitaveitunnar


Reykjanesbær hefur samþykkt að kaupa meirihluta í HS veitum hf., sem er sá hluti Hitaveitu Suðurnesja sem sinnir almannaþjónustu, sölu á heitu og köldu vatni og flutningi á rafmagni til heimila og fyrirtækja. Það er gert með kaupum á 32%  hlut Geysis Green Energy í HS veitum og þar með á Reykjanesbær 66,75% í fyrirtækinu á móti öðrum stærsta eigandanum Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 32%. Kaupverð er 4,3 milljarðar kr.
 
Reykjanesbær út úr samkeppnishlutanum
 
Samhliða ofangreindum kaupum hefur verið samþykkt að selja Geysi 34% hlut bæjarins í HS orku hf., fyrir 13,1 milljarð kr. Eftir lög Alþingis frá síðasta ári skal HS orka hf. starfa á samkeppnisgrundvelli og framleiða og selja orku. Þar með fer Reykjanesbær út úr samkeppnisfyrirtækinu sem ætlað er að starfa á almennum samkeppnismarkaði í framleiðslu og sölu á orku, samkvæmt lögum alþingis frá því í fyrra.  Bærinn heldur 0,75% hlut, sem er svipað og önnur sveitarfélög eiga þar. Um er að ræða sambærilegt söluverð og bauðst sveitarfélögum árið 2007, þegar þau seldu sinn hlut út úr HS. Í október 2008 hafði HS hf., að ósk Reykjanesbæjar, fengið fyrirtækið Capacent til að vinna verðmat og endurmeta verðmæti beggja fyrirtækja eftir að lögin kröfðust uppskiptingar. Verðið sem fékkst er hærra en verðmat Capacent frá október 2008 því bærinn setti að skilyrði um söluna að miðað yrði við verðin sem fengust árið 2007. Stuðst er við uppskiptingarhlutföllin sem Capacent reiknaði fyrir HS hf.  
 
Reykjanesbær eignast land og auðlindarétt
 
Einnig var samþykkt að kaupa land og auðlindarétt sem áður var í eigu HS Orku hf., en þar sem það er nú orðið samkeppnisfyrirtæki, samkvæmt lögum, með mögulegri aðild einkafyrirtækja, taldi Reykjanesbær nauðsynlegt að auðlindin yrði að fullu í opinberri eigu áður en til slíkrar aðildar kæmi. Land þetta fylgir undir virkjunum í Svartsengi og á Reykjanesi. HS Orka hf. átti landið og auðlindaréttinn. Um leið og Reykjanesbær kaupir þessi réttindi gerir hann nýtingarsamning við HS Orku hf.  Kaupverðið er 940 milljónir en afgjald til Reykjanesbæjar nemur um 50 - 70 milljónum kr. á hverju ári næstu 65 ár, í samræmi við samningstíma um afnot. Bærinn hefur lýst sig reiðubúinn til viðræðna við Grindavíkurbæ um að bæjarfélagið taki yfir landakaupasamning þann sem snýr að landi í lögsagnarumdæmi Grindavíkur.
 
Samningar þessir voru samþykktir með sjö atkvæðum Sjálfstæðismanna gegn fjórum atkvæðum A-lista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon,

bæjarstjóri Reykjanesbæjar.