Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Reykjanesbær – íþróttabær til framtíðar!
Sunnudagur 14. október 2018 kl. 13:38

Reykjanesbær – íþróttabær til framtíðar!

Í vikunni var það ákveðið á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar að farið yrði í framtíðarstefnumótun, í samstarfi við íþróttafélögin, á öllum íþróttasvæðum í Reykjanesbæ.

Við í D-listanum fögnum því að þetta verkefni sé komið í ferli. Ein af aðal áherslum okkar í þessum málaflokki var að fara í stefnumótun með íþróttafélögunum í bænum um framtíðaríþróttaaðstöðu og staðsetningar íþróttamannvirkja. Ég tel það heillaskref fyrir Reykjanesbæ sem og íþróttafélögin okkar að við mörkum ákveðna heildarstefnu í þessum málum. Kveðjum bráðabirgða plástrana og vinnum hlutina skynsamlega til framtíðar. Þannig náum við fram sem mestri hagkvæmni og samstöðu. Hugmyndir UMFN um framtíðar uppbyggingu við Afreksbraut eru virkilega spennandi, enda ljóst að aðstaða félagsins líkt og hún er í dag sprungin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við í D-listanum leggjum jafnframt áherslu fyrir árið 2018 á að fundin verði lausn á aðstöðuvanda KKD UMFN; fundin verði lausn á aðstöðuvanda unglingaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur í samráði við deildina; unnið verði með íþróttafélögunum í að mæta fjölgun iðkenda með tilliti til aðstöðu og þjálfara; og unnið verði í lausn á heitavatnsmálum í íþróttarvallarhúsi knattspyrnudeildar UMFN.

Verkefnin sem bíða okkur eru mörg og af ýmsum toga. Það er ánægjulegt að sjá eitt aðal áhersluatriði D-listans fyrir 2018 hrint af stað. Nú þurfa allir flokkar að sjá til þess að málið fari sinn farveg. Höldum áfram að vinna saman til framtíðar.  

Íþróttakveðjur,

Brynjar Freyr Garðarsson.