Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Reykingar eru dauðans alvara!
Þriðjudagur 1. desember 2009 kl. 14:44

Reykingar eru dauðans alvara!


Er töff að reykja? Af hverju byrjar ungt fólk að reykja? Þetta er þær spurningar sem virðist vera afar erfitt að svara. Daglega byrja a.m.k. tveir grunnskólanemendur að reykja sem er hreinlega tveimur of mikið. Mikill árangur hefur náðst í tóbaksforvörnum í Reykjanesbæ en um 70% nemenda í 8. – 10. bekk reyktu ekki árið 1998, samanborið við 90% sem reyktu ekki í ár. Því ber að þakka öflugu forvarnarstarfi í Reykjanesbæ s.s. hjá grunnskólunum, FFGÍR, lögreglunni og íþróttahreyfingunni svo einhverjir séu nefndir. Á þeirri braut þurfum við að halda áfram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kostnaður samfélagsins vegna reykinga er um 30 milljarðar árlega en tekjur af sölu á tóbaki eru 7 milljarðar. Þ.a.l. er það sameiginlegt átak okkar allra að reyna að koma í veg fyrir að ungmenni byrji að reykja. Flestir vita um hættuna sem fylgja reykingum. Að sögn Sigurðar Böðvarssonar krabbameinslæknis þá bendir hann á að reykingar orsaki yfir 90 % af lungnakrabbameinum. ,,Þó er ekki nema einn af hverjum fjórum sem deyja úr lungnakrabbameini. Þrír af hverjum fjórum deyja úr öðrum sjúkdómum sem reykingarnar valda.“


Í könnun sem samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum gerðu fyrr á árinu um hvort ungmenni undir 16 ára aldri fengju keypt tóbak í verslunum á Suðurnesjum, kom fram að 79 % sölustaða seldu ekki tóbak til unglinganna.


Áfram gakk – nú hafa námsráðgjafar í þremur grunnskólum af fimm óskað eftir fræðslu um skaðsemi reykinga fyrir nemendur í skólunum og vafalaust fylgja hinir skólarnir með eftir áramót. Sýnd verður fræðslumynd um skaðsemi reykinga og henni síðan fylgt eftir af undirrituðum með fyrirlestri um skaðsemi reykinga.


Forvarnarstarf er eins og langhlaup án endamarks, sífelld barátta. Stöndum saman í að gera gott samfélag enn betra.

Hafþór Barði Birgisson
Tómstunda- og félagsmálafræðingur.