Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 22. apríl 2003 kl. 14:59

Réttur sjómanna tryggður á Alþingi

Lítið hefur farið fyrir umræðu um mjög stórt mál fyrir sjómenn. Alþingi samþykkti á síðustu dögum sínum í vor að breyta lögum um sjómenn þannig að ef skip ferst þá fá þeir sem komast af laun sem samsvara uppsagnartímanum. Ég vil þakka Hjálmari Árnasyni fyrir að hafa flutt þetta mikilvæga mál og koma því í höfn.Lögin voru alveg fáránleg. Ég veit dæmi um sjómenn sem lifðu af sjóslys en misstu laun sín strax á fyrsta degi. Við vorum eina ríki á Vesturlöndum með svona fáránlegum lögum. Ég veit líka að þetta hefur verið baráttumál sjómanna lengi en ekki náð í gegn. Hjálmar þurfti að flytja málið tvisvar til að ná því í gegn. Nú er þetta orðið að lögum og við sjómenn því náð betri rétt en við höfðum áður. Fyrir það ber að þakka.

Þá vil ég líka þakka Hjálmari fyrir að hafa náð í gegn tillögu um að koma á skipulagðri áfallahjálp í öllum sveitarfélögum. Við vitum vel hvaða áhrif það hefur alls staðar þegar stór og alvarleg slys verða. Það er mjög mikilvægt að taka rétt á því þannig að allir fái þá aðstoð sem á þarf að halda.

Hjálmar Árnason hefur sýnt og sannað að hann lætur til sín taka í mikilvægum málum fyrir fólkið í landinu og ber að þakka honum fyrir það.

Ingvi Þór Hákonarson
framkvæmdastjóri
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024