Réttur húseigenda gagnvart skipulags- og byggingaryfirvöldum
Fyrri hluti
Um daginn kom gamall vinur úr bænum í heimsókn til mín og var að segja mér frá því að ákveðinn ættbálkur Indíána hefði haldið því fram fyrir margtlöngu að aldrei gæti hvort heldur hérað eða afmarkaður landsskiki tilheyrt einstökum manni eða manninum yfirleitt því þetta hefði allt verið til staðar löngu áður en hann steig sín fyrstu spor. Jörðin með allar sínar lendur, fjöll og verðmæti ætti sig sjálf og tilkall mannsins til hennar væri jafnfjarlægt og ætla barni eignarrétt að því rúmi eða sjúkrahúsi sem það fæddist í. Eftir nokkrar vangaveltur um þennan heimspekilega sjónarhól bætti hann við: “Og svo er það annað ekki síður merkilegt að vera með ógreiddan innheimtuseðil fyrir lóðarleigu í annarri hendi og með Fasteignamatsseðil í hinni sem segði þér að færa þessa sömu lóð inn á skattskýrsluna sem verðmæti þín og borga svo af henni fasteignaskatt.
Ég gat ekki neitað því að þetta var undarleg speki og án efa ættuð frá einhverjum hugmyndafræðingnum á Alþingi.
En það er mörg önnur spekin sem flæðir um samfélagið og heyra má t.d. í kosningabaráttunni, er af sama grunni og snertir okkur öll. Í sjónvarpskappræðum fyrir örstuttu sagði hæstvirtur ráðherra umhverfismála Siv Friðleifsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins á þá leið að friðlýst svæði væri friðlýst þangað til annað væri um það ákveðið. Um varanlega friðun svæðis um aldur og ævi tilheyrði ekki slíkri kvöð. Af þessum ummælum má ráða að orðið friðun hafi sitt hvora merkinguna eftir því hvort um sé að ræða friðlýst svæði eða friðað hús. Friðuð hús eru látin fylgja mjög ströngum reglum og þeim haldið sem næst sinni upprunalegu mynd. Minnsta breyting á útliti þeirra gæti reynst erfitt að fá í gegn til handa eigendunum. Ég eins og trúlega margir aðrir hef litið svo á að þarna færi líku líkt sem bersýnilega er misskilningur. Í þessum ummælum má líka segja að kristallast vandamál umhverfismála, meira eða minna, að alltof fátt er fast í hendi þegar að stjórnvöldunum sjálfum kemur. Jafnvel friðuðu húsin, sem eru hrein borgarprýði í samanburði við gráma steinkumbaldanna, gætu þurft að víkja fyrir skipulaginu og þá væri þeim einfaldlega skutlað upp á vörubílspall, keyrð á burt til að geymast í einhvers konar safngarði slíkra húsa. Þetta er ekki góð þróun mála.
Mig langar til að ræða um húseigendur frá ýmsum sjónarhornum og um stöðu þeirra gagnvart skipulags- og byggingaryfirvöldum. Gallar á framkvæmd þeirra laga verður mér ofarlega í huga, hvernig réttur húseigenda er jafnvel fyrir borð borinn ef því er að skipta.
En fyrst langar mig til að leggja fyrir eina spurningu:
Myndirðu trúa því að til væru hús, með þeim fallegustu í Reykjanesbæ sem nytu ekki þess réttar að teljast til fasteigna, þrátt fyrir blessun bæjaryfirvalda um byggingu þeirra? Hvað gæti þá hafa farið úrskeiðis og hvernig heldurðu að eigendunum líði þegar lífsstarf þeirra er í slíku uppnámi? Að nokkurt yfirvald skuli leyfa sér að setja einstaklinga í slíka stöðu gerir mann orðlausan. Eigendurnir geta ekki um frjálst höfuð strokið og ráðstafað eignum sínum eins og annað fólk. Þetta ástand er óverjandi og því verður að breyta.
Áður en ég tek á málum af þessum toga vil ég varpa fram annari spurningu sem varðar okkur öll:
Hvernig hefur samfélagið staðið sig síðustu árin til að auðvelda ungu fólki sem er að byrja sinn fyrsta búskap (hefja sambúð) til að koma sér þaki yfir höfuðið?
Ég hef þónokkrar áhyggjur af stöðu þessa hóps. Sem sýnishorn um verðlag og hækkun á íbúðarhúsnæði til eignar má taka eftirfarandi dæmi. Ákveðin fasteign, 3 herbergja íbúð á Reykjavíkursvæðinu kostaði í lok árs 1997 5.2 milljónir króna. Í dag fæst fyrir þessa sömu íbúð 11 milljónir króna. Árið 2001 fékk húseigandi á Berginu í Reykjanesbæ bréf frá Fasteignamati ríkisins sem hafði m.a. eftirfarandi texta: Tilkynning um endurmat brunabótamats og fasteignamats sem gildir frá 15. september 2001. Fasteignamat lóðar fyrir breytingu kr. 372.000,- eftir breytingu kr. 1.306.000,-. Hér er um að ræða 350% hækkun á hluta fasteignar sem myndi gerast (gerðist) á einum degi, óumbeðið. Á sama tíma hrynja niður verð á eignum fólks á landsbyggðinni vegna lélegra atvinnutækifæra sem beinlínis er hægt að rekja til kvótakerfisins. Þau okkar sem getum litið um öxl í þeirri baráttu að koma þaki yfir höfuðið vitum að hugmyndir eins og að lána kaupanda íbúðarhúsnæðis 90% af andvirði þess, getur reynst þrautinni þyngra að borga til baka. Þetta viðhorf, að skulda sé allt í lagi, er rangt, það er hrein firra. Við sem eldri erum eigum að sá því til unga fólksins. að spara og eignast, séu kjörorð framtíðarinnar. En hvernig er það hægt þegar látið er svona með eignirnar sem þessu unga fólki eru ætlaðar til kaups, framtíðaríverustaður þeirra og barnanna. Verð á húsnæði er ekkert náttúrulögmál. Hver kláruð eining hefur á bakvið sig efni, kostnað og tímafjölda, sökklarnir sinn tíma, fokhelt og tilbúið undir tréverk sína prósentu og fullbúið því ákveðið verð með litlum breytileika. Þessar verðhækkanir undanfarið á húsnæði hef ég ekki getað heimfært á nokkurn byggingarkostnað og því hefur mér helst dottið í hug að þetta séu pólitískar ákvarðanir, að hér sé ein af birtingarmyndum svokallaðs góðæris stjórnvalda. Hvernig skyldi unga fólkinu lítast á það?
En höldum nú áfram með viðfangsefnið
Það fyrsta sem marga flaskar á er skilgreiningin á orðinu fasteign. Land án húss er fasteign en þessu getur aldrei verið öfugt farið. Fasteign er það land og þau verðmæti sem við það eru fest. Því er fasteign landið, garðurinn og húsið, girðingin, tréð og svo má áfram telja.
Húsið þarf að uppfylla mörg skilyrði gagnvart skipulags- og byggingaryfirvöldum. Svo stiklað sé á nokkrum atriðum þarf barnaherbergið að vera sem næst 12 fm., glugginn það stór að birtumagni sé ekki áfátt, hjónaherbergið 18 fm. og í nýlegum húsum þarf lofthæðin að ná 2.50 m. Húsið allt, eldhúsið, herbergin, stofan, bað- og salernisaðstaðan ásamt geymslu, hefur sitt lögmál og útreikninga sem er samansafn margra ára reynslu hönnuða, sniðið til að mæta þörfum eigendanna og barnanna til að getað lifað þar mannsæmandi lífi um aldur og ævi. Um þetta er ekki efast.
Þá bregðum við okkur út fyrir dyr hússins og spyrjum hvað sé eðlilegt að gera kröfu til að þar sé til staðar innan lóðarmarkanna. Jú við viljum innkeyrslu fyrir bílinn, garðhús, leiktæki, lítinn matjurtagarð, gróður og svo frv. Verönd og grasflöt fyrir börnin til að fara í boltaleiki er ekki síður æskileg. Ég hef ekki lesið um nein lög sem ákvarða hver séu þau lágmarksþægindi sem eigi að fylgja hverju húsi, utandyra. Af ofansögðu má ljóst vera að fasteign er ekki bara húsið sem búið er í heldur ekki síður lóðin þar sem við njótum sumarblíðunnar, grillum pylsurnar og gerum annað það sem okkur þykir skemmtilegt. Því er húsið og lóðin í órjúfanlegu samhengi hvort við annað.
Nú þegar við höfum beint sjónum okkar að lóðarreitnum og húsinu þá þarf að velta því fyrir sér hvað ákvarðar stærð húss á lóð hvernig hæð þeirra er úthugsuð t.d. hvort tveggja hæða hús þurfi ekki stærri lóð en einbýli á einni hæð. Í Reykjavík má sjá 4. og 5. hæða blokkir sem hafa nokkurþúsund fermetra lóðir en í Reykjanesbæ má finna fremur nýlega 5 hæða íbúðablokk sem leifir réttum 2 metrum frá húsvegg að girðingu, hringinn í kring, að framhliðinni undanskildri. Hvernig mátti þetta eiga sér stað og hvernig fékk þessi framkvæmd leyfi brunamálayfirvalda? Þurfa þeirra menn ekki rými til að koma tækjum að? Og eitt í viðbót: Eiga börnin og barnabörnin að leika sér á götunni sem koma þarna í heimsókn?
Í danskri bók sem ég las, var lýst hvernig þessi mál um stærð húsnæðis og lóðar eru leyst. Í fyrsta lagi er lágmarksfjarlægð húss frá götu gert þannig að girðing við götu og eðlilegur halli þaks á húsi á að renna í einn punkt. Þannig fæst staðsetning hússins að framanverðu. Þetta lögmál gildir og gagnvart öðrum húsum að girðingunni sem skilur þau að. Ég myndi telja að einnar hæðar hús upp að 100 fm mætti ekki hafa minni lóð en 400 fm ef mannsæmandi umhverfi ábúendanna ætti að nást. Hér verð ég að fara að hægja ferðina í bili. Framhaldið verður í næstu viku.
Að lokum smá skilaboð
Í þessum kosningum vill svo til að fylkingarnar til hægri og vinstri eru allt að því jafnstórar og því hvert atkvæði mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ég væri því hlynntur ef horft væri alla daga til hvers og eins, viðhorf hans og aðstæður kannaðar og honum lofað gulli og grænum skógum. Það væri gleðilegt ef þessir herramenn og konur við stjórnvölinn í dag myndu oftar eftir smáfuglunum en þegar kalt er úti, svona rétt fyrir kosningar.
Konráð K. Björgólfsson
Um daginn kom gamall vinur úr bænum í heimsókn til mín og var að segja mér frá því að ákveðinn ættbálkur Indíána hefði haldið því fram fyrir margtlöngu að aldrei gæti hvort heldur hérað eða afmarkaður landsskiki tilheyrt einstökum manni eða manninum yfirleitt því þetta hefði allt verið til staðar löngu áður en hann steig sín fyrstu spor. Jörðin með allar sínar lendur, fjöll og verðmæti ætti sig sjálf og tilkall mannsins til hennar væri jafnfjarlægt og ætla barni eignarrétt að því rúmi eða sjúkrahúsi sem það fæddist í. Eftir nokkrar vangaveltur um þennan heimspekilega sjónarhól bætti hann við: “Og svo er það annað ekki síður merkilegt að vera með ógreiddan innheimtuseðil fyrir lóðarleigu í annarri hendi og með Fasteignamatsseðil í hinni sem segði þér að færa þessa sömu lóð inn á skattskýrsluna sem verðmæti þín og borga svo af henni fasteignaskatt.
Ég gat ekki neitað því að þetta var undarleg speki og án efa ættuð frá einhverjum hugmyndafræðingnum á Alþingi.
En það er mörg önnur spekin sem flæðir um samfélagið og heyra má t.d. í kosningabaráttunni, er af sama grunni og snertir okkur öll. Í sjónvarpskappræðum fyrir örstuttu sagði hæstvirtur ráðherra umhverfismála Siv Friðleifsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins á þá leið að friðlýst svæði væri friðlýst þangað til annað væri um það ákveðið. Um varanlega friðun svæðis um aldur og ævi tilheyrði ekki slíkri kvöð. Af þessum ummælum má ráða að orðið friðun hafi sitt hvora merkinguna eftir því hvort um sé að ræða friðlýst svæði eða friðað hús. Friðuð hús eru látin fylgja mjög ströngum reglum og þeim haldið sem næst sinni upprunalegu mynd. Minnsta breyting á útliti þeirra gæti reynst erfitt að fá í gegn til handa eigendunum. Ég eins og trúlega margir aðrir hef litið svo á að þarna færi líku líkt sem bersýnilega er misskilningur. Í þessum ummælum má líka segja að kristallast vandamál umhverfismála, meira eða minna, að alltof fátt er fast í hendi þegar að stjórnvöldunum sjálfum kemur. Jafnvel friðuðu húsin, sem eru hrein borgarprýði í samanburði við gráma steinkumbaldanna, gætu þurft að víkja fyrir skipulaginu og þá væri þeim einfaldlega skutlað upp á vörubílspall, keyrð á burt til að geymast í einhvers konar safngarði slíkra húsa. Þetta er ekki góð þróun mála.
Mig langar til að ræða um húseigendur frá ýmsum sjónarhornum og um stöðu þeirra gagnvart skipulags- og byggingaryfirvöldum. Gallar á framkvæmd þeirra laga verður mér ofarlega í huga, hvernig réttur húseigenda er jafnvel fyrir borð borinn ef því er að skipta.
En fyrst langar mig til að leggja fyrir eina spurningu:
Myndirðu trúa því að til væru hús, með þeim fallegustu í Reykjanesbæ sem nytu ekki þess réttar að teljast til fasteigna, þrátt fyrir blessun bæjaryfirvalda um byggingu þeirra? Hvað gæti þá hafa farið úrskeiðis og hvernig heldurðu að eigendunum líði þegar lífsstarf þeirra er í slíku uppnámi? Að nokkurt yfirvald skuli leyfa sér að setja einstaklinga í slíka stöðu gerir mann orðlausan. Eigendurnir geta ekki um frjálst höfuð strokið og ráðstafað eignum sínum eins og annað fólk. Þetta ástand er óverjandi og því verður að breyta.
Áður en ég tek á málum af þessum toga vil ég varpa fram annari spurningu sem varðar okkur öll:
Hvernig hefur samfélagið staðið sig síðustu árin til að auðvelda ungu fólki sem er að byrja sinn fyrsta búskap (hefja sambúð) til að koma sér þaki yfir höfuðið?
Ég hef þónokkrar áhyggjur af stöðu þessa hóps. Sem sýnishorn um verðlag og hækkun á íbúðarhúsnæði til eignar má taka eftirfarandi dæmi. Ákveðin fasteign, 3 herbergja íbúð á Reykjavíkursvæðinu kostaði í lok árs 1997 5.2 milljónir króna. Í dag fæst fyrir þessa sömu íbúð 11 milljónir króna. Árið 2001 fékk húseigandi á Berginu í Reykjanesbæ bréf frá Fasteignamati ríkisins sem hafði m.a. eftirfarandi texta: Tilkynning um endurmat brunabótamats og fasteignamats sem gildir frá 15. september 2001. Fasteignamat lóðar fyrir breytingu kr. 372.000,- eftir breytingu kr. 1.306.000,-. Hér er um að ræða 350% hækkun á hluta fasteignar sem myndi gerast (gerðist) á einum degi, óumbeðið. Á sama tíma hrynja niður verð á eignum fólks á landsbyggðinni vegna lélegra atvinnutækifæra sem beinlínis er hægt að rekja til kvótakerfisins. Þau okkar sem getum litið um öxl í þeirri baráttu að koma þaki yfir höfuðið vitum að hugmyndir eins og að lána kaupanda íbúðarhúsnæðis 90% af andvirði þess, getur reynst þrautinni þyngra að borga til baka. Þetta viðhorf, að skulda sé allt í lagi, er rangt, það er hrein firra. Við sem eldri erum eigum að sá því til unga fólksins. að spara og eignast, séu kjörorð framtíðarinnar. En hvernig er það hægt þegar látið er svona með eignirnar sem þessu unga fólki eru ætlaðar til kaups, framtíðaríverustaður þeirra og barnanna. Verð á húsnæði er ekkert náttúrulögmál. Hver kláruð eining hefur á bakvið sig efni, kostnað og tímafjölda, sökklarnir sinn tíma, fokhelt og tilbúið undir tréverk sína prósentu og fullbúið því ákveðið verð með litlum breytileika. Þessar verðhækkanir undanfarið á húsnæði hef ég ekki getað heimfært á nokkurn byggingarkostnað og því hefur mér helst dottið í hug að þetta séu pólitískar ákvarðanir, að hér sé ein af birtingarmyndum svokallaðs góðæris stjórnvalda. Hvernig skyldi unga fólkinu lítast á það?
En höldum nú áfram með viðfangsefnið
Það fyrsta sem marga flaskar á er skilgreiningin á orðinu fasteign. Land án húss er fasteign en þessu getur aldrei verið öfugt farið. Fasteign er það land og þau verðmæti sem við það eru fest. Því er fasteign landið, garðurinn og húsið, girðingin, tréð og svo má áfram telja.
Húsið þarf að uppfylla mörg skilyrði gagnvart skipulags- og byggingaryfirvöldum. Svo stiklað sé á nokkrum atriðum þarf barnaherbergið að vera sem næst 12 fm., glugginn það stór að birtumagni sé ekki áfátt, hjónaherbergið 18 fm. og í nýlegum húsum þarf lofthæðin að ná 2.50 m. Húsið allt, eldhúsið, herbergin, stofan, bað- og salernisaðstaðan ásamt geymslu, hefur sitt lögmál og útreikninga sem er samansafn margra ára reynslu hönnuða, sniðið til að mæta þörfum eigendanna og barnanna til að getað lifað þar mannsæmandi lífi um aldur og ævi. Um þetta er ekki efast.
Þá bregðum við okkur út fyrir dyr hússins og spyrjum hvað sé eðlilegt að gera kröfu til að þar sé til staðar innan lóðarmarkanna. Jú við viljum innkeyrslu fyrir bílinn, garðhús, leiktæki, lítinn matjurtagarð, gróður og svo frv. Verönd og grasflöt fyrir börnin til að fara í boltaleiki er ekki síður æskileg. Ég hef ekki lesið um nein lög sem ákvarða hver séu þau lágmarksþægindi sem eigi að fylgja hverju húsi, utandyra. Af ofansögðu má ljóst vera að fasteign er ekki bara húsið sem búið er í heldur ekki síður lóðin þar sem við njótum sumarblíðunnar, grillum pylsurnar og gerum annað það sem okkur þykir skemmtilegt. Því er húsið og lóðin í órjúfanlegu samhengi hvort við annað.
Nú þegar við höfum beint sjónum okkar að lóðarreitnum og húsinu þá þarf að velta því fyrir sér hvað ákvarðar stærð húss á lóð hvernig hæð þeirra er úthugsuð t.d. hvort tveggja hæða hús þurfi ekki stærri lóð en einbýli á einni hæð. Í Reykjavík má sjá 4. og 5. hæða blokkir sem hafa nokkurþúsund fermetra lóðir en í Reykjanesbæ má finna fremur nýlega 5 hæða íbúðablokk sem leifir réttum 2 metrum frá húsvegg að girðingu, hringinn í kring, að framhliðinni undanskildri. Hvernig mátti þetta eiga sér stað og hvernig fékk þessi framkvæmd leyfi brunamálayfirvalda? Þurfa þeirra menn ekki rými til að koma tækjum að? Og eitt í viðbót: Eiga börnin og barnabörnin að leika sér á götunni sem koma þarna í heimsókn?
Í danskri bók sem ég las, var lýst hvernig þessi mál um stærð húsnæðis og lóðar eru leyst. Í fyrsta lagi er lágmarksfjarlægð húss frá götu gert þannig að girðing við götu og eðlilegur halli þaks á húsi á að renna í einn punkt. Þannig fæst staðsetning hússins að framanverðu. Þetta lögmál gildir og gagnvart öðrum húsum að girðingunni sem skilur þau að. Ég myndi telja að einnar hæðar hús upp að 100 fm mætti ekki hafa minni lóð en 400 fm ef mannsæmandi umhverfi ábúendanna ætti að nást. Hér verð ég að fara að hægja ferðina í bili. Framhaldið verður í næstu viku.
Að lokum smá skilaboð
Í þessum kosningum vill svo til að fylkingarnar til hægri og vinstri eru allt að því jafnstórar og því hvert atkvæði mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ég væri því hlynntur ef horft væri alla daga til hvers og eins, viðhorf hans og aðstæður kannaðar og honum lofað gulli og grænum skógum. Það væri gleðilegt ef þessir herramenn og konur við stjórnvölinn í dag myndu oftar eftir smáfuglunum en þegar kalt er úti, svona rétt fyrir kosningar.
Konráð K. Björgólfsson