Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 7. desember 2010 kl. 09:11

Réttu upp hendi ef þú hefur keyrt of hratt innanbæjar!

Ef höndin þín er uppi þá áttu sök í þessu máli. Við útidyrnar hjá mér í morgun beið lítil sæt kisa en reyndar var búið að keyra á hana og hún leit á mig með sársaukafull augu,hún var svo lítil og falleg ég fékk alveg sting í hjartað. Ég hljóp og sótti flís teppi og tók hana upp í fangið á mér,hún horfði á mig meðan hún barðist fyrir lífinu og ég bar hana út í bíl. Við brunuðum á dýraspítalan en baráttuni lauk í dyragættinni þar.


Ef þú tókst það til þín að rétta upp hönd taktu það þá líka til þín að breyta þessu,
því annars ertu að segja að þér finnist það vera í lagi að keyra hratt innan bæjar fyrir þig jafnt og aðra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meiningin með hraðatakmörkun er einfaldlega meira öryggi!

Á meiri hraða sérðu ekki litlar kisur né lítil börn.

Lesandi.