Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 31. mars 2003 kl. 14:49

Reikningspróf Georgs

Ég er undrandi á grein sem Georg Brynjarsson, formaður ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ skrifaði í síðasta tölublaði Víkur Frétta. Þar heldur hann því fram að “Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa umbreytt samfélagi okkar gríðarlega og mörg áratuga gömul baráttumál hafa loks náðst fram. Nægir þar að nefna einkavæðingu ríkisfyrirtækja, skattalækkanir.” Þegar núverandi ríkisstjórn tók við fyrir 8 árum eða árið 1995 var skattaprósentan 41,93% en hún er nú 38,55%. Þetta er alltaf notað til að halda því fram að staðgreiðsluskattar hafi verið lækkaðir. Það er hins vegar ekki rétt því pesónuafsláttur hefur ekki fylgt almennri launaþróun. Hann ætti nú að vera kr. 37011 en er nú kr. 26821. Fáum samanburð.
Þetta veldur því að skattar hafa bara lækkað hjá þeim sem hafa hæstar tekjurnar en hækkað skatta hjá þeim sem hafa lægstar tekjurnar.
Ég skora því á þig Georg þar sem ég veit að þú ert bæði töluglöggur og góður tölvumaður að þú reiknir út fyrir mig hvað maður sem hefur kr. 100.000 í tekjur þarf að borga miðað við kerfið eins og það er núna (38,55% - 26.821) og það sem hann hefði þurft að borga ef skattaprósentan hefði ekki verið lækkuð en persónuafslátturinn verið látinn halda launaþróun (41,93% - 37011).
Þá óska ég eftir því að þú reiknir þetta líka fyrir kr. 300.000 laun, kr. 500.000 og eina milljón. Berðu svo saman hvernig þetta kemur út, hverjir hagnast á stefnu ríkisstjórnarinnar og hverjir ekki.

Grundvallarhugsjón?
Ég vona að þú viljir svara þessu með málefnalegum röksemdafærslum og skýrir þannig út hvaða þættir það eru í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem hann er að ná fram með því að breyta skattakerfinu eins og þú munt sjá með útreikningunum. Það verður fróðlegt fyrir mig og aðra lesendur Víkur-frétta.
Vonandi er ég ekki að biðja um of mikið, þó svo að það sé mikið að gera hjá þér í kosningabaráttunni þar sem þú ert nú kosningastjóri sjálfstæðismanna. Ekki veitir af vegna þess að það verður á brattan að sækja fyrir ykkur þegar hægriframboðin eru orðin svona mörg.

Hvað ætli að Georg fái á prófinu?
Ef þú lendir í vandræðum með þessa útreikninga er þér velkomið að hafa samband við mig. Gangi þér vel.

Steinþór Geirdal Jóhannsson,
varaformaður ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024