Reiknikúnstir í Reykjanesbæ
Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir 2004 var til síðari umræðu á bæjarstjórnafundi þann 3. maí sl. Þar mátti glöggt sjá að líf er að fæðast í bæjarmálapólitíkina, minnihlutinn vaknaður og meirihlutinn með frán augu í leit að hagsmunum fyrir þá fáu útvöldu.
Og nú hefur Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ verið stofnað og frjálslyndir boðað komu sína í slaginn.
Minnihlutinn sem samanstendur af fjórum Samfylkingarmönnum og einum Framsóknarmanni lögðu fram bókun um ársreikninginn og í bókuninni kom m.a. fram:
,,Meirihluta sjálfstæðismanna hefur, á þeim 3 árum sem hann hefur verið við völd, ekki tekist að ná tökum á fjármálum Reykjanesbæjar og fátt sem bendir til að það muni breytast, heldur þvert á móti.”
En meirihlutinn sem samanstendur af sex sjálfstæðismönnum með hr. Árna Sigfússon bæjarstjóra í broddi fylkingar hafði um þetta sama að segja:
,,Því miður hefur minnihlutinn kosið að vera hlutlaus í afstöðu til mikilsverða mála sem snúa að uppbyggingu Reykjanesbæjar en gangnrýnir nú ákaft að þessi uppbygging skuli ekki vera ókeypis.”
Meirihlutinn tekur undir með minnihlutanum að athyglisvert sé að þrátt fyrir svo miklar framkvæmdir hafi eigið fé Reykjanesbæjar aðeins lækkað um 300 milljónir eða úr 3,8 milljörðum árið 2002 niður í 3,5 milljarða króna árið 2004.
Merkilegt er þegar heil bæjarstjórn verður hissa á afkomu bæjarsjóðs. Hvað er að gerast og hver er reiknikúnstin?
Jú, sá sem hér fer höndum um lyklaborðið getur ekki betur séð en að hallinn hafi verið fjármagnaður með sölu fasteigna á þessu tímabili fyrir um
1,6 milljarð króna auk nýrra lána t.d. með veði í væntanlegum tekjum og má um þetta atriði taka lítið dæmi þegar bæjarsjóður borgaði 35 milljónir fyrir 5 ha lands sem tekið var eignanámi 2003 (greitt 2004) sem er undir húsunum út á Bergi. Svo má ekki gleyma þegar bæjarsjóður leysti til sín Brynjólfshúsin í Innri - Njarðvík eftir að bæjarábyrgð féll á bæjarsjóð fyrir um 20 milljónir sem greitt var með sama hætti.
Því má færa að því líkur að bæjarstjórnin muni á þessu ári beita sömu aðferðum til að geta sýnt enn betri eiginfjárstöðu í næsta ársreikningi, þ.e.a.s. á kosningarárinu, þrátt fyrir að auknar skuldir verði samfara þessu trixi, og muni hún halda áfram að treysta á að eignarhluti bæjarins í Eignarhaldsfélaginu Fasteign h/f og í Fasteignarfélagi Reykjanesbæjar ehf vaxi hraðar en skuldirnar.
Þessi eignabóla sem varð til á síðasta ári hefur trúlega fært bæjarsjóði um 500 milljónir króna.
En nú er bara að vona að verðbólgan komi ekki upp á yfirborðið fyrir áramót því þá hækka skuldirnar hraðar en eignirnar og þessi fletta þar með ónýt.
Baldvin Nielsen
Situr í stjórn Bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ
og í miðstjórn Frjálslynda flokksins.
Og nú hefur Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ verið stofnað og frjálslyndir boðað komu sína í slaginn.
Minnihlutinn sem samanstendur af fjórum Samfylkingarmönnum og einum Framsóknarmanni lögðu fram bókun um ársreikninginn og í bókuninni kom m.a. fram:
,,Meirihluta sjálfstæðismanna hefur, á þeim 3 árum sem hann hefur verið við völd, ekki tekist að ná tökum á fjármálum Reykjanesbæjar og fátt sem bendir til að það muni breytast, heldur þvert á móti.”
En meirihlutinn sem samanstendur af sex sjálfstæðismönnum með hr. Árna Sigfússon bæjarstjóra í broddi fylkingar hafði um þetta sama að segja:
,,Því miður hefur minnihlutinn kosið að vera hlutlaus í afstöðu til mikilsverða mála sem snúa að uppbyggingu Reykjanesbæjar en gangnrýnir nú ákaft að þessi uppbygging skuli ekki vera ókeypis.”
Meirihlutinn tekur undir með minnihlutanum að athyglisvert sé að þrátt fyrir svo miklar framkvæmdir hafi eigið fé Reykjanesbæjar aðeins lækkað um 300 milljónir eða úr 3,8 milljörðum árið 2002 niður í 3,5 milljarða króna árið 2004.
Merkilegt er þegar heil bæjarstjórn verður hissa á afkomu bæjarsjóðs. Hvað er að gerast og hver er reiknikúnstin?
Jú, sá sem hér fer höndum um lyklaborðið getur ekki betur séð en að hallinn hafi verið fjármagnaður með sölu fasteigna á þessu tímabili fyrir um
1,6 milljarð króna auk nýrra lána t.d. með veði í væntanlegum tekjum og má um þetta atriði taka lítið dæmi þegar bæjarsjóður borgaði 35 milljónir fyrir 5 ha lands sem tekið var eignanámi 2003 (greitt 2004) sem er undir húsunum út á Bergi. Svo má ekki gleyma þegar bæjarsjóður leysti til sín Brynjólfshúsin í Innri - Njarðvík eftir að bæjarábyrgð féll á bæjarsjóð fyrir um 20 milljónir sem greitt var með sama hætti.
Því má færa að því líkur að bæjarstjórnin muni á þessu ári beita sömu aðferðum til að geta sýnt enn betri eiginfjárstöðu í næsta ársreikningi, þ.e.a.s. á kosningarárinu, þrátt fyrir að auknar skuldir verði samfara þessu trixi, og muni hún halda áfram að treysta á að eignarhluti bæjarins í Eignarhaldsfélaginu Fasteign h/f og í Fasteignarfélagi Reykjanesbæjar ehf vaxi hraðar en skuldirnar.
Þessi eignabóla sem varð til á síðasta ári hefur trúlega fært bæjarsjóði um 500 milljónir króna.
En nú er bara að vona að verðbólgan komi ekki upp á yfirborðið fyrir áramót því þá hækka skuldirnar hraðar en eignirnar og þessi fletta þar með ónýt.
Baldvin Nielsen
Situr í stjórn Bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ
og í miðstjórn Frjálslynda flokksins.