Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Raunfærnimat hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Þriðjudagur 20. október 2009 kl. 11:27

Raunfærnimat hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hélt í síðustu viku kynningu á raunfærnimati og tókst hann vel. Á fundinum var farið í gegnum hvað raunfærnimat er og hvernig MSS kemur að matinu ásamt FS, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og IÐUNI fræðslusetri sem hefur umsjón með raunfærnimati í sínum iðngreinum. Í grófum dráttum má segja að mat á raunfærni byggist á því að meta færni einstaklinga og setja fram raunstöðu hans í sinni iðngrein. Að því loknu eru allar leiðir skoðaðar til þess að einstaklingur ljúki námi.

Taka ber fram að raunfærnimatið er einstaklingnum að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.

Skilyrðin fyrir þátttöku í slíku mati er 25 ára lífaldur og 5 ára staðfestur vinnutími (með opinberum gögnum) í greininni sem einstaklingur hyggst ljúka námi í.

Mikilvægt er að hafa í huga að raunfærnimat er ekki undanþága frá þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt aðalnámsskrá og einungis er verið að meta faggreinar brautarinnar.



Raunfærnimatsferlið er í fimm liðum.

1. Upplýsingum miðlað og endurgjöf. Viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa og þátttakendur afla gagna s.s. lífeyrissjóðsyfirliti og náms- og starfsferli.
2. Skráning í færnimöppu, þar er skjalfest almenn færni og sjálfsmat þátttakenda á faggreinum námsins.
3. Greiningarviðtal þar sem fagaðili hittir þátttakandann og er farið yfir færni og þekkingu hans, honum til stuðnings er náms- og starfsráðgjafi.
4. Staðfesting á loknum áföngum.
5. Mat og viðurkenning á raunfærni. Námsáætlun útbúin.




MSS tekur við umsóknum í raunfærnimat fram til 23.10.2009.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjunum í s: 421-7500 eða með tölvupósti, [email protected] .