Rangur maður segir starfi sínu lausu
Staða lögreglumála á landinu hefur valdið mér miklum áhyggjum síðustu árin en sjaldan eða aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og núna. Nýjasta útspil Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra gagnvart lögreglu- og tollstjóraembættinu á Suðurnesjum er með ólíkindum. Jóhann Benediksson hefur fullt traust meðal þeirra sem starfa með honum auk þess sem Suðurnesjabúar bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Jóhann gerir sér grein fyrir því að stjórn lögreglumála hér á landi er á villigötum.
Laun lögreglumanna er of lág og allt of lítil áhersla er lögð á það sem hann kallar nær-löggæslu. Það er, lögreglustörf er tengjast umferðagæslu og önnur sýnileg löggæsla fyrir hinn almenna borgara. Jóhann veit að það kostar peninga að halda uppi viðunandi lögreglu.Björn Bjarnason hefur líklega verið orðin þreyttur á því að hlusta á Jóhann og þess vegna ákveðið að losa sig við hann. Jóhann gerir sér grein fyrir því að það deyja yfir 20 manns á ári af völdum umferðaslysa og því tilliti er umferðagæsla mjög mikilvæg. Hann gerir sér grein fyrir þvíað um helgar þurfi að vera löggæslan að vera sýnileg svo að fólk geti gengið öruggt um götur bæjarins um nætur.Hann gerir sér grein fyrir því að fólk vill búa í sveitarfélagi þar sem börn geta gengið örugg milli heimilis og skóla. Hann veit einnig að lögreglan á Suðurnesjum ber ábyrgð á þeim mikla fjölda ferðamanna sem lenda á Keflavíkurflugvelli. Jóhann veit að löggæsla kostar pening og að lögreglumenn þurfa búnað og aðstöðu til að geta unnið sitt starf svo við hin getum sofið örugg á næturnar. Eins og einn lögreglumaður sagði – ef lögreglu Suðurnesja vantar búnað til að vinna sitt starf sómasamlega þá sér Jóhann um að útvega hann.
Fjárveitingar eru svo skammarlega lágar til lögregluembætta landsins og á mörgum svæðum hefur lögreglumönnum fækkað en íbúum fjölgað. Telst það vera viðunandi löggæsla? Um áramótin 2007 voru boðaðar áherslubreytingar við sameiningu lögregluembætta og þegar Björn Bjarnason kynnti nýskipan lögreglumála á Suðurnesjum var talað um stóraukna löggæslu á svæðinu. Meðal annars var undirritað samkomulag við sveitarfélögin á Suðurnesjum um fjölgun varðstofa á svæðinu og átti að opna stofu í Sandgerði, Vogum og Garði auk þess sem varðstofan í Grindavík yrði efld. Enn hafa sveitarfélögin fengið fréttir af því hvenær þessi sami Björn ætlar að standa við samkomulagið.Er Fréttablaðið spurði Björn nánar út í þetta mál það sagði hann “Hver gaf þessi fyrirheit? Hver gaf væntingar um fjárveitingar?”.
Rætt hefur verið um að það séu samskiptaörðuleikar milli dómsmálaráðherra og Jóhanns eftir að Björn tilkynnti að hann vildi skipta lögreglu- og tollstjóraembættinu upp. Ítrekaðar tilraunir Jóhanns og annarra yfirmanna embættisins til að bæta samskipti milli þess og ráðuneytisins hafa ekki borið árangur og er því svo komið að nú er algjör trúnaðarbrestur milli aðila. Það er augljóst að Björn Bjarnason treystir sér ekki lengur til að starfa með Jóhann sem lögreglu- og tollstjóra á Suðurnesjum. Til þess að koma Jóhanni frá starfi hefur Björn ákveðið að nýta sér 5 ára skipunarregluna og auglýsa starfið nú laust þar sem 5 ára skipunartíma Jóhanns er að ljúka. Björn Bjarnason ákveður að nota reglu sem sjaldan eða aldrei er notuð og á svo harkalegan hátt að þrír aðrir yfirmenn innan lögreglunnar á Suðurnesjum hafa sagt upp.
Mín skoðun er sú að það hafi rangur maður sagt upp starfi til að koma á vinnufrið milli dómsmálaráðuneytis og lögreglunnar á Suðurnesjum. Björn Bjarnason á að stíga frá borði og hleypa að ráðherra sem skilur þarfir og nauðsyn góðrar löggæslu.Almenningur á skilið dómsmálaráðherra sem sýnir lögreglunni þá virðingu er hún á skilið.
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Formaður Sambands ungra framsóknarmanna