Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Rangar upplýsingar Fréttablaðsins
Fimmtudagur 9. desember 2010 kl. 14:16

Rangar upplýsingar Fréttablaðsins

Rangar upplýsingar eru í frétt sem birtist í blaðinu í dag, 9. desember. Rangt er að bæjarstjóri hafi látið fjarlægja hindranir af vegslóða að beiðni eiganda Neðri-Brunnastaða. Rétt er að bæjarstjóri lét fjarlægja hindranir af vegslóða þar sem það brýtur gegn vegalögum að hindra umferð um óskráða vegslóða nema sveitarstjórn leyfi. Sveitarstjórn Voga hefur ekki gefið það leyfi.

Rangt er að rekja megi ákvörðun bæjarráðs til ,,pólitísks óþefs". Bærinn hefur fengið nokkur bréf frá Virgli Scheving varðandi málið auk tölvupósts frá Vegagerðinni. Engir aðrir hafa haft aðkomu að málinu með formlegum eða óformlegum hætti.

Rangt er að eigandi Neðri-Brunnastaða sé fyrrverandi bæjarfulltrúi H-listans.

Farið er fram á að Fréttablaðið birti leiðréttingu þess efnis.

Kveðja,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eirný Vals, bæjarstjóri

Sveitarfélagið Vogar