Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ragnheiður Elín með opinn fund á DUUS á sunnudaginn
Laugardagur 7. mars 2009 kl. 13:15

Ragnheiður Elín með opinn fund á DUUS á sunnudaginn



Ragnheiður Elín Árnadóttir, boðar til opins fundar með Suðurnesjamönnum á DUUS Kaffi, nk. sunnudag kl. 17:00. Ragnheiður Elín, sem sækist eftir því að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hefur fundið fyrir miklum stuðningi á ferð sinni um kjördæmið og er afar þakklát fyrir það.
,,Ég finn fyrir því að krafan um breytingar er mikil í samfélaginu og það á líka við hér í kjördæminu. Ég tel að sú krafa snúist ekki aðeins um nýtt fólk heldur einnig um ný vinnubrögð. Fólk vill taka þátt í uppbyggingunni framundan og hefur margt til málanna að leggja. Sem forystumaður í kjördæminu mun ég leggja mig fram um að eiga góð samskipti við ykkur, kjósendur. Ég vil heyra ykkar sjónarmið og eiga við ykkur skoðanaskipti – þessi fundur er hluti af því.“
Ragnheiður Elín hvetur Suðurnesjamenn til að fjölmenna, kynnast sér betur og leyfa henni að kynnast þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024