Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ragnheiður Elín fer með rangt mál
Fimmtudagur 16. apríl 2009 kl. 16:53

Ragnheiður Elín fer með rangt mál

Það er dæmalaust að lesa grein Ragnheiðar Elínar, oddvita sjálfstæðismanna, á vefjum í dag og er maður þó ýmsu vanur úr þeim herbúðum. Þar er þeim ósanna hræðsluáróðri haldið að fólki að ekki standi til að samþykkja fjárfestingarsamninginn vegna álvers í Helguvík á Alþingi fyrir þinglok.
 
Með sérstakri ánægju skal það ítrekað og sagt hér að það á að ljúka því máli og afgreiða frá þinginu fyrir þinglok. Þó þingmenn sjálfstæðismanna hafi staðið gegn umræðu um mörg þjóðþrifamál, og Helguvík þar með,  með málþófi sínu út af stjórnarskránni þá gerum við allt sem hægt er til að koma mikilvægustu málunum fram. Þar með talið Helguvíkurmálinu.
 
Rökþrota grípur Ragnheiður Elín til ósanninda og er það dapurlegur vitnisburður um hana sem stjórnmálamann. En hryggja skal ég hana með því að allt kapp verður lagt á að klára fjárfestingarsamninginn. Þrátt fyrir málþóf, rökþrot og ósannindavaðal íhaldsins.
 
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024