Rætt um að setja Fasteign á almennan markað
Hugmyndir eru uppi um að setja Fasteign ehf á almennan markað.
Samkvæmt sex mánaða uppgjöri fyrir þetta ár er bókfært verð heildareigna félagsins upp á tæpa 20 milljarða íslenskra króna. Sjá menn fyrir sér mikinn vöxt félagsins á næstu árum og að innan þriggja ára verði virði eigna um 40 milljarðar íslenskra króna.
Hugmyndin gengur út á að skipta eignarhlutum í A og B hluta þannig að þeir sem hefðu yfir að ráða A-hlutum myndu hafa yfirrráð í Fasteign en B-hlutar væru svokallaðir markaðshlutar, sem væru þá til sölu á markaði. Aðilar í Fasteign gætu breytt A-hlutum í B-hluta ef þeir kysu svo en myndu við það missa yfirráð í Fasteign.
Málið kom fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar nú fyrir helgi og var sameinast um tillögu Guðbrands Einarssonar, A-lista, um að leita umsagnar félagsmálaráðuneytisins.
Talsvert hefur verið tekist á í bæjarstjórn um hlutdeild Reykjanesbæjar í Fasteign ehf og hefur meirihluti sjálfstæðismanna sætt harðri gagnrýni A-listans fyrir þessa tilhögun.
„Það er mörgum spurningum í þessu ósvarað en mín fyrsta tilfinning er að það sé ekki hlutverk sveitarfélaga að taka þátt í slíkum samkeppnisrekstri,“ sagði Guðbrandur Einarsson í samtali við VF.
Samkvæmt sex mánaða uppgjöri fyrir þetta ár er bókfært verð heildareigna félagsins upp á tæpa 20 milljarða íslenskra króna. Sjá menn fyrir sér mikinn vöxt félagsins á næstu árum og að innan þriggja ára verði virði eigna um 40 milljarðar íslenskra króna.
Hugmyndin gengur út á að skipta eignarhlutum í A og B hluta þannig að þeir sem hefðu yfir að ráða A-hlutum myndu hafa yfirrráð í Fasteign en B-hlutar væru svokallaðir markaðshlutar, sem væru þá til sölu á markaði. Aðilar í Fasteign gætu breytt A-hlutum í B-hluta ef þeir kysu svo en myndu við það missa yfirráð í Fasteign.
Málið kom fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar nú fyrir helgi og var sameinast um tillögu Guðbrands Einarssonar, A-lista, um að leita umsagnar félagsmálaráðuneytisins.
Talsvert hefur verið tekist á í bæjarstjórn um hlutdeild Reykjanesbæjar í Fasteign ehf og hefur meirihluti sjálfstæðismanna sætt harðri gagnrýni A-listans fyrir þessa tilhögun.
„Það er mörgum spurningum í þessu ósvarað en mín fyrsta tilfinning er að það sé ekki hlutverk sveitarfélaga að taka þátt í slíkum samkeppnisrekstri,“ sagði Guðbrandur Einarsson í samtali við VF.