Ráð fyrir sykursjúka
Ef efnaskipti okkar raskast eigum við á hættu að fá sykursýki sem og aðra sjúkdóma og þá verðum við háð lyfjum.
Hvert líffæri, hver fruma líkamans stjórnast af hormónum. Líkaminn framleiðir rétta hormónið í réttum skömmtum og sendir til réttra líkamshluta á réttum tíma eins og klukka og þessu öllu er stjórnað í heilanum. Streituhormónið Cortisol hækkar hratt snemma á morgnana þegar við drífum okkur af stað út í daginn. Sýni skjaldkirtillinn, brisið, nýrnahetturnar eða heiladingullinn minnstu truflanir þarf að hafa samband við lækni. Alþýðusjúkdómurinn offita hefur orsakað mikla aukningu á sykursýki, beinþynningu og fleiri sjúkdómum sem því miður er einungis hægt að meðhöndla með lyfjum. Allir orsakast þessir sjúkdómar af hormóna- og efnaskiptatruflunum. Meira að segja má kenna sykursýki um þriðja hvert hjartaáfall.
Þorsti, handskjálfti og svimi gætu verið fyrstu einkenni sykursýki af gerð II sem oftast orsakar hærri blóðfitu og getur haft lífshættulegar afleiðingar fyrir æðakerfið. Flestir sem eru með sykursýki II – u.þ.b. 90 % – eru meðhöndlaðir með lyfjum svo og með annars konar meðferð og þannig er þeim gert fært að lifa en þeir sem eru með sykursýki af gerð I –10 % – þurfa að sprauta sig og borða rétta fæðu.
Sykursjúkir sem fylgja eftirfarandi ráðum munu eiga auðveldara með að halda blóðsykrinum í lagi:
1 Grennist og haldið kjörþyngd. Minnkið fituneyslu.
2 Hreyfið ykkur reglulega. Með hreyfingu lækkar blóðsykurinn. Þannig er jafnvel hægt að minnka lyfjainntöku og hlífa brisinu.
3 Sykursjúkir sem fá næringarráðgjöf ættu að taka makann með sér í ráðgjöfina því oftast eru þeir á sama mataræði og það hefur áhrif á báða aðila.
„Hormón eru ekki allt en án þeirra er ekkert.“
Birgitta Jónsdóttir Klasen
Náttúrulæknir