Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Qigong til heilsubótar
Mánudagur 15. febrúar 2016 kl. 12:00

Qigong til heilsubótar

Við val á heilsurækt er margt er í boði, enda þarfir okkar misjafnar og getan ólík. Qigong æfingar byggja mikið á hægum, einföldum og náttúrulegum hreyfingum og hafa reynst mörgum vel til viðhalds og uppbyggingar heilsu.

Við nánari kynni hreifst ég af þessum fræðum og fór að sækja mér frekari heilsubót og þekkingu hjá YMAA í Kaliforníu, sem er eitt fremsta fræðasetur á þessu sviði, undir handleiðslu meistarans dr. Yang, Jwing-Ming. Ég hef heimsótt dr. Yang árlega og numið fræðin í rúm 5 ár, en árið 2014 lauk ég prófi sem leiðbeinandi frá YMAA. Ég hef leiðbeint í Qigong hér heima síðastliðin ár, bæði með reglulegum Qigong æfingum og hugleiðslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Qigong á rætur að rekja til kínverskrar menningar og heimspeki Daoisma og hefur verið iðkað í þúsundir ára. í Qigong er unnið með lífsorkuna sem býr í okkur, ásamt því að þjálfa m.a. hugann og öndun. Þetta eru mildar æfingar sem fara mjúkum höndum um okkur.

Qigong þjálfar margt í senn en auk þess að bæta orku-og blóðflæðið, stuðlar regluleg iðkun Qigong að bættu jafnvægi, dýpri öndun, auknum styrk og liðleika.

Ávinningurinn af því að stunda Qigong er margvíslegur og ummæli tveggja þátttakenda gefa smá innsýn í þeirra upplifun:

Áslaug Ólafsdóttir: „Haustið 2014 ákvað ég að prófa Qigong heilsuæfingar hjá Þóru. Ég var á þeim tíma mjög slæm af verkjum m.a. í liðum vegna Lupus sjúkdóms og tók sterk verkjalyf.  Eftir að hafa stundað æfingarnar 3x viku í nokkrar vikur fann ég að verkirnir og stirðleiki almennt hafði minnkað og ég hvíldist betur á nóttinni. Eftir fjögurra mánaða ástundun ákvað ég að prófa að hætta að taka verkjalyfin. Ótrúlegt en satt ég hef ekki þurft á þeim að halda síðan. Í fyrstu var ég efins um að heilsuæfingarnar hefðu þessi góðu áhrif á líkamann, en í dag er ég sannfærð um að svo sé. Ég sé það best á því að þegar ég stunda ekki æfingarnar reglulega svo sem eins og á sumrin þá finn ég fyrir vaxandi verkjum og stirðleika.  Það er því engin efi í mínum huga að æfingarnar hjálpa.“

Dagbjört Torfadóttir: „Qigong er frábær heilsurækt, sem styrkir líkamann og nærir hugann og fer fram í notalegu og kærleiksríku umhverfi.”

Með ósk um ánægjulegt Qigong ár,

Þóra Halldórsdóttir