Púlsinn: Sjálfstyrking unglinga
Ertu sjálfsöruggur unglingur eða óöruggur sem lætur stjórnast af öðrum? Hefurðu orðið fyrir einelti? Viltu taka málin í þínar hendur og læra að breyta stöðu þinni til hins betra?
Allir unglingar, strákar og stelpur, á Suðurnesjum eiga nú kost á námskeiði frá Foreldrahúsi í Reykjavík sem fram fer í Púlsinum í Sandgerði helgina 18.-19. október.
Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega færni unglinga.Gerð eru tilfinningaverkefni og þátttakendum er kennt að skilgreina eigin tilfinningar en þekking á eigin tilfinningum og líðan getur hjálpað til við að öðlast betra líf. Verkefni á námskeiðinu eru margvísleg,fengist er við myndlist, tónlist, leikræna tjáningu, sjálfstæða listsköpun og orðlist. Þrautþjálfaðir menntaðir leiðbeinendur frá Foreldrahúsi stýra námskeiðinu. Leiðbeinendur munu sameina hæfni unglinganna á sviði listrænnar sköpunar og mannlegra samskipta, þeir aðstoða þá við að beita ímyndunarafli sínu og sköpunargáfu til að ná félagslegri og tilfinningalegri kjölfestu.
Að lifa sáttur og án vímugjafa er mikilvægur þáttur. Kennt er að setja mörk td. gagnvart vinum sínum og öðrum áreitum frá samfélaginu. Þeim er kennt að standa með sér og efla jákvætt sjálfstal. Skráning og nánari upplýsingar í Púlsinum í síma 848-5366.
Allir unglingar, strákar og stelpur, á Suðurnesjum eiga nú kost á námskeiði frá Foreldrahúsi í Reykjavík sem fram fer í Púlsinum í Sandgerði helgina 18.-19. október.
Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega færni unglinga.Gerð eru tilfinningaverkefni og þátttakendum er kennt að skilgreina eigin tilfinningar en þekking á eigin tilfinningum og líðan getur hjálpað til við að öðlast betra líf. Verkefni á námskeiðinu eru margvísleg,fengist er við myndlist, tónlist, leikræna tjáningu, sjálfstæða listsköpun og orðlist. Þrautþjálfaðir menntaðir leiðbeinendur frá Foreldrahúsi stýra námskeiðinu. Leiðbeinendur munu sameina hæfni unglinganna á sviði listrænnar sköpunar og mannlegra samskipta, þeir aðstoða þá við að beita ímyndunarafli sínu og sköpunargáfu til að ná félagslegri og tilfinningalegri kjölfestu.
Að lifa sáttur og án vímugjafa er mikilvægur þáttur. Kennt er að setja mörk td. gagnvart vinum sínum og öðrum áreitum frá samfélaginu. Þeim er kennt að standa með sér og efla jákvætt sjálfstal. Skráning og nánari upplýsingar í Púlsinum í síma 848-5366.