Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Púlsinn í frí
Fimmtudagur 30. desember 2010 kl. 11:09

Púlsinn í frí

Kæru vinir.
Ég hef ákveðið að taka mér hvíld frá störfum í Púlsinum á nýju ári og mun því ekki bjóða upp á nein námskeið eða fyrirlestra. Ég ætla að stíga inn í nýja árið í gegnum nýjar dyr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjartað mitt hefur allt þetta ár kallað eftir breytingum og nú ætla ég að þora, nýir draumar þurfa meira rými til að spretta fram 

Það tók mig tíu ár að dreyma um að opna Púlsinn sem ég loksins gerði, yndislegt skref og samt mjög djarft man ég vel en Púlsinn hefur starfað í átta ár. Núna læt ég ekki tíu ár líða áður en nýr draumur fær að fæðast heldur fór þetta eina ár 2010 í gerjun tilfinninga.

Ég veit ekki einu sinni hvað er framundan en ég treysti Guði fyrir lífi mínu, ég hef gert það hingað til, eftir að ég komst til vits og þroska 

Kannski er ég bara að viðra mig þetta nýja ár og hugann minn, veit ekki en ég er full eftirvæntingar fyrir tóminu, að vita ekkert nákvæmlega en auðvitað er ég með hugmynd sem ég ætla að hafa leyndó í smá tíma, það gefur henni aukinn kraft Það er ekki víst að þú fréttir af mínum næsta draumi, kannski verður það mjög hljóðlátt skref? Mig langar bara að njóta þess að vera í núinu núna

Það erfiðasta í svona ákvörðun er alltaf að kveðja góða vini, sem hafa fylgt mér á námskeiði.
Ég trúi að það þurfi allir að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Við höfum öll gott af því. Ekki staðna heldur þakka fyrir hvað við höfum lært saman, ég hef lært helling af því að umgangast yndislegar manneskjur á námskeiði hjá mér, svo heppin

Mig langar að þakka ykkur öllum kærlega fyrir samfylgdina og óska ykkur velfarnaðar á nýju og spennandi ári

Ég má til með að deila með ykkur fallegri áhrifaríkri athöfn sem ég framkvæmi um hver áramót sjálf heima hjá mér, annað hvort á gamlárskvöld eða á nýársdag (sjá leiðbeiningar í viðhengi, sem má prenta út). Ég nota litla málmfötu til þessa verks.

Mér finnst alltaf einhverjir einstakir töfrar fylgja Gamlárskvöldi, eitthvað fallegt *

Hikaðu aldrei við að stíga ný skref í lífinu, hlustaðu á hjarta þitt og gerðu það sem þig langar innst inni!
Hamingja og gleði fylgir okkur þegar við þorum að vera í sannleikanum og vera við sjálf

* Knús og kærleikskveðja inn í nýja árið ykkar kæru vinir * TAKK FYRIR ALLT!

Marta Eiríksdóttir
Púlsinn námskeið.