Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Púlsinn ævintýrahús: Jóga fyrir karla og konur
Fimmtudagur 11. ágúst 2005 kl. 15:20

Púlsinn ævintýrahús: Jóga fyrir karla og konur

Viltu liðka líkamann, öðlast meiri styrk, slökun og hugarró? Viltu verða betri námsmaður, öðlast meiri einbeitingu? Viltu komast í betra form andlega og líkamlega?  Jógaleikfimi veitir þér allt þetta og miklu meira.

Púlsinn ævintýrahús í Sandgerðisbæ býður upp á fjölbreytta jógatíma fjóra daga vikunnar. Þar er hægt að fara í Kripalu jóga, Kraftjóga, Jógaflæði og Dansjóga.
Kripalu jóga hentar þeim sem vilja mýkt, þetta er fyrir fólk sem sækir í hressingu fyrir líkama og sál, gigtarsjúklingar og fólk með bakvandamál, td. brjósklos hefur fundið breytingar til hins betra, þetta eru hefðbundnir jógatímar mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30.

Kraftjóga byggist upp á meiri brennslu og meiri styrk. Þessir tímar henta karlmönnum sérlega vel og konum, fyrir fólk sem vill finna og efla kraftinn í sér. Sérstakir herrajógatímar verða ekki í boði í haust en þessir tímar henta karlmönnum mjög vel ásamt Jógaflæðtímunum. Slökun og hugarró fylgir öllum tegundum jógaæfinga. Það er alltaf slakað á í lok tímans. Öndun er einnig veigamikill þáttur í allri jógakennslu, einbeiting kemur af sjálfu sér. Kraftjóga er í boði mánudaga og miðvikudaga kl.18:45.

Jógaflæði eru tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00, þar sem Hathajóga og Kripalujóga blandast saman í gegnum æfingakerfi sem nefnist Vinyasa Flow Yoga, sem eru alhliða styrktaræfingar. Þessir tímar henta mörgum.

Í Dansjóga á fimmtudögum kl. 19:30, er bæði dansað og farið í jógaæfingar. Tíminn byrjar í jógastöðum, fer svo yfir í dans og endar í jógastöðum og slökun. Þessir tímar sameina þol og fimi/liðleika. En fyrir þá sem vilja blanda saman Dansjóga og jógaæfingum þá er Jógaflæði einnig í boði þriðjudaga kl.19:15.
Í haust verða Matthildur Gunnarsdóttir og Marta Eiríksdóttir að kenna í Púlsinum en þær hafa báðar marga ára reynslu af jógaiðkun. Matthildur sér um Kripalu- og Kraftjógatímana en Marta verður með Jógaflæði og Dansjógað. Ef þú vilt kynnast jóga þá er þér velkomið að kíkja í heimsókn í opinni viku og fara í frían tíma dagana  15.-19.ágúst. Vegna þess að plássið er takmarkað þá er nauðsynlegt að skrá sig í síma 848 5366. Mánudaginn 22.ágúst hefjast svo jóganámskeið haustsins. Innritun er hafin! Þetta verður mjög spennandi haust í frábærum jógatímum í fallegum jógasal Púlsins.

Hlökkum til að sjá þig!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024