Laugardagur 23. febrúar 2002 kl. 00:54
Prófkjör Samfylkingarinnar í dag
Prófkjör Samfylkingar í Reykjanesbæ fer fram í dag, laugardaginn 23. febrúar í Hólmgarði 2. Kjörstaður verður opinn frá klukkan 9-21.Fimm efstu sætin eru bindandi og kosningarétt hafa allir íbúar Reykjanesbæjar 18 ára og eldri sem og félagar í Samfylkingunni í Reykjanesbæ á aldrinum 16-18 ára.