Prófkjör Samfylkingarinnar 2002
Góðir Reykjanesbæjarbúar.
Næstkomandi laugardag gefst öllum bæjarbúum,18 ára og eldri, tækifæri, til að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar hér í Reykjanesbæ. Samfylkingin er eina stjórnmálaaflið hér í bænum sem viðhefur þessa lýðræðislegu aðferð, þ.e að bæjarbúar ákveði hverjir verði forystumenn Samfylkingarinnar næstu 4 árin.Ég gef kost á mér í þessu prófkjöri og meðal þeirra mála sem ég vil að verði horft til á komandi árum eru eftirfarandi:
Fjármál:
Koma þarf böndum á fjármál sveitarfélagsins. Reykjanesbær er 3. skuldugasta sveitarfélag landsins.
Taka þarf til endurskoðunar rekstur Hafnarsamlags Suðurnesja sem safnar tugum miljóna í skuldir á ári og bærinn þarf fyrr eða síðar að greiða. Við höfum ekki efni á minjasafni um útgerð sem einu sinni var.
Skipulagsmál:
Setja hönnun nýs miðbæjar á Samkaupssvæðinu í forgang.
Uppbygging fyrir aldraða haldi áfram í nágrenni við Sjúkrahúsið.
Aðkoma að Reykjanesbæ verði lagfærð og svikið kosningaloforð sjálfstæðismanna, samkeppnin um “Andlit að ofan” verði gert að veruleika.
Krafa verði gerð um afhendingu Nikkel svæðins sem framtíðarbyggingarlands í Reykjanesbæ.
Íþrótta-, tómstundamál- og forvarnir:
- Kannaður verði vilji íbúa til sameiginlegs íþróttasvæðis fyrir byggðakjarnana Keflavík og Njarðvík.
Félagslífi ungs fólks verði gert hærra undir höfði, m.a með opnun nýrrar félagsmiðstöðvar.
Reykjanesbær greiði laun þeirra þjálfara, sem sinna ungum iðkendum.
Forvarnir gegn vímuefnum í sveitarfélaginu verði stórefldar. Líf unga fólksins sem við erum að tapa í vímuefni, er dýrmætara en svo að við getum setið hjá.
Félagsmál
Félagsþjónusta verði gerð sýnilegri. Skilgreina þarf réttindi og skyldur íbúanna eins mikið eins og kostur er – að réttur fólks sé ekki ráðinn á fundum í ráðum og nefndum.
Haldið verði áfram uppbyggingu félagslega leiguíbúðakerfisins og stuðlað að uppbyggingu almennra leiguíbúða.
Skólamál
Sveitarfélagið beiti sér fyrir umræðu um skólastarf með nýtingu fjármuna og hagsmuni nemenda í huga.
Að tengsl leikskóla og grunnskóla verði efld. Síðasta ár á leiksskóla verði skilgreint sem hluti af grunnskólastarfi.
Að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að teknar verði upp samræmdar reglur um gjaldtöku á leikskólum landsins.
Ég hvet bæjarbúa til að mæta í prófkjörið þann 23. febrúar og nýta sér þennan lýðræðislega rétt sinn
Guðbrandur Einarsson
varabæjarfulltrúi og fulltrúi
Samfylkingarinnar í fjölskyldu- og félagsmálaráði.
Næstkomandi laugardag gefst öllum bæjarbúum,18 ára og eldri, tækifæri, til að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar hér í Reykjanesbæ. Samfylkingin er eina stjórnmálaaflið hér í bænum sem viðhefur þessa lýðræðislegu aðferð, þ.e að bæjarbúar ákveði hverjir verði forystumenn Samfylkingarinnar næstu 4 árin.Ég gef kost á mér í þessu prófkjöri og meðal þeirra mála sem ég vil að verði horft til á komandi árum eru eftirfarandi:
Fjármál:
Koma þarf böndum á fjármál sveitarfélagsins. Reykjanesbær er 3. skuldugasta sveitarfélag landsins.
Taka þarf til endurskoðunar rekstur Hafnarsamlags Suðurnesja sem safnar tugum miljóna í skuldir á ári og bærinn þarf fyrr eða síðar að greiða. Við höfum ekki efni á minjasafni um útgerð sem einu sinni var.
Skipulagsmál:
Setja hönnun nýs miðbæjar á Samkaupssvæðinu í forgang.
Uppbygging fyrir aldraða haldi áfram í nágrenni við Sjúkrahúsið.
Aðkoma að Reykjanesbæ verði lagfærð og svikið kosningaloforð sjálfstæðismanna, samkeppnin um “Andlit að ofan” verði gert að veruleika.
Krafa verði gerð um afhendingu Nikkel svæðins sem framtíðarbyggingarlands í Reykjanesbæ.
Íþrótta-, tómstundamál- og forvarnir:
- Kannaður verði vilji íbúa til sameiginlegs íþróttasvæðis fyrir byggðakjarnana Keflavík og Njarðvík.
Félagslífi ungs fólks verði gert hærra undir höfði, m.a með opnun nýrrar félagsmiðstöðvar.
Reykjanesbær greiði laun þeirra þjálfara, sem sinna ungum iðkendum.
Forvarnir gegn vímuefnum í sveitarfélaginu verði stórefldar. Líf unga fólksins sem við erum að tapa í vímuefni, er dýrmætara en svo að við getum setið hjá.
Félagsmál
Félagsþjónusta verði gerð sýnilegri. Skilgreina þarf réttindi og skyldur íbúanna eins mikið eins og kostur er – að réttur fólks sé ekki ráðinn á fundum í ráðum og nefndum.
Haldið verði áfram uppbyggingu félagslega leiguíbúðakerfisins og stuðlað að uppbyggingu almennra leiguíbúða.
Skólamál
Sveitarfélagið beiti sér fyrir umræðu um skólastarf með nýtingu fjármuna og hagsmuni nemenda í huga.
Að tengsl leikskóla og grunnskóla verði efld. Síðasta ár á leiksskóla verði skilgreint sem hluti af grunnskólastarfi.
Að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að teknar verði upp samræmdar reglur um gjaldtöku á leikskólum landsins.
Ég hvet bæjarbúa til að mæta í prófkjörið þann 23. febrúar og nýta sér þennan lýðræðislega rétt sinn
Guðbrandur Einarsson
varabæjarfulltrúi og fulltrúi
Samfylkingarinnar í fjölskyldu- og félagsmálaráði.