Prófkjör Framsóknarflokks á morgun
 Prófkjör framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fer fram á morgun, laugardaginn 20. janúar. Öllum kjörstöðum verður lokað eigi síðar en kl. 18:00. Kjörstaðir eru alls 26 talsins, víðs vegar í kjördæminu.
Prófkjör framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fer fram á morgun, laugardaginn 20. janúar. Öllum kjörstöðum verður lokað eigi síðar en kl. 18:00. Kjörstaðir eru alls 26 talsins, víðs vegar í kjördæminu. 
Kosið verður á lista flokksins í prófkjörinu um 6 efstu sæti framboðslistans og er sú kosning bindandi. 
Talning hefst sunnudaginn 21. janúar kl. 13 og er áætlað að fyrstu tölur liggi fyrir síðdegis sama dag. Talning fer fram á Hótel Selfossi. 
Kjörstjórn raðar fulltrúum í þau sæti listans sem ekki er kosið í og leggur endanlegan lista flokksins fyrir aukakjördæmisþing laugardaginn 27. janúar 2007 á Selfossi. 
Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum félagsmönnum í framsóknarfélögunum í Suðurkjördæmi. Þeim stuðningsmönnum Framsóknarflokksins sem undirritað hafa inntökubeiðni í framsóknarfélag í kjördæminu samkvæmt lögum Framsóknarflokksins fyrir lok auglýsts kjörfundar er jafnframt heimil þátttaka í prófkjörinu. 
Á atkvæðaseðlinum verða nöfn þeirra sem taka þátt í prófkjörinu í stafrófsröð. Við talningu atkvæða hlýtur sá fyrst sæti sem fær flest atkvæði í 1. sætið. Sá hlýtur annað sætið sem hefur flest atkvæði í 1. og 2. sætið og sá þriðja sætið sem hlýtur flest atkvæði í 1., 2. og 3., og svo koll af kolli. 
Þegar greitt er atkvæði er það gert með þeim hætti að kjósandi setur tölustaf sætis fyrir framan nafn viðkomandi frambjóðanda. Einungis er hægt að greiða frambjóðanda atkvæði í eitt sæti.
Kosið verður á 26 stöðum í kjördæminu: 
Höfn Kaupfélagsstjórahús 10:00 - 18:00 
Öræfi Hofgarður 10:00 - 11:00 
Suðursveit Hrollaugsstaðir 12:00 - 13:00 
Mýrar Gistihúsið Brunnhóll 13:30 - 14:30 
Nes Mánagarður 15:00 - 16:00 
Lón Fundarhús 16:30 - 17:30 
Kirkjubæjarklaustur Hótelinu 12:00 - 18:00 
Vík Grunnskólinn 12:00 - 18:00 
Hvolsvöllur Hvoll 12:00 - 18:00 
Hella Hellubíó 12:00 - 18:00 
Selfoss Fjölbrautaskóli Suðurlands 10:00 - 18:00 
Árnes Félagsheimilið 12:00 - 18:00 
Flúðir Félagsheimilið 12:00 - 18:00 
Laugarvatn Skrifstofa Byggingafulltrúa 12:00 - 18:00 
Reykholt Aratunga 12:00 - 18:00 
Grímsnes og Grafningshreppur Félagsheimilið Borg 10:00 - 18:00 
Eyrarbakki Staður 10:00 - 18:00 
Stokkseyri Barnaskólinn 10:00 - 18:00 
Hveragerði Framsóknarhúsinu 10:00 - 18:00 
Þorlákshöfn Ráðhúskaffi 10:00 - 18:00 
Vestmannaeyjar Alþýðuhúsið 10:00 - 18:00 
Grindavík Framsóknarhúsinu 10:00 - 18:00 
Keflavík Framsóknarhúsinu 10:00 - 18:00 
Sandgerði Miðhús Suðurgötu 13:00 - 18:00 
Garður Grunnskólinn 14:00 - 18:00 
Vogar Lionshúsið 11:00 - 16:00 
Eftirtaldir hafa gefið kost á sér: 
Bjarni Harðarson, í 2. sæti, bóksali, Árborg, 45 ára 
Björn Bjarndal Jónsson, í 2. sæti, skógarverkfræðingur, Árborg, 54 ára 
Brynja Lind Sævarsdóttir, í 4. sæti, flugöryggismaður, Reykjanesbæ, 31 árs 
Elsa Ingjaldsdóttir, í 3. sæti, framkvæmdastjóri, Árborg, 40 ára 
Eygló Harðardóttir, í 2. sæti, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum, 34 ára 
Gissur Jónsson, í 4.-6. sæti, grunnskólakennari, Árborg, 30 ára 
Guðni Ágústsson, í 1. sæti, landbúnaðarráðherra, Árborg, 57 ára 
Guðni Sighvatsson, í 3.-4. sæti, nemi í íþróttafræðum, Hellu, 26 ára 
Hjálmar Árnason, í 1. sæti, alþingismaður, Reykjanesbæ, 56 ára 
Kjartan Lárusson, í 3. sæti, sauðfjárbóndi og nemi, Bláskógabyggð, 51 árs 
Lilja Hrund Harðardóttir, í 5.-6. sæti, framkvæmdastjóri-Nuddari, Höfn, 34 ára 
Ólafur Elvar Júlíusson, í 5.-6. sæti, byggingatæknifræðingur, Hellu, 48 ára
VF-mynd/pket - Af framboðsfundi í Reykjanesbæ á dögunum

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				