Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Prófkjör - Lýðræðislegt val á forystu
Föstudagur 24. nóvember 2006 kl. 09:40

Prófkjör - Lýðræðislegt val á forystu

Það dró til tíðinda í nýafstöðnu prófkjöri Samfylkingarinnar á Suðurlandi sem fram fór laugardaginn 4. nóvember sl. Alls greiddu atkvæði 5.149 manns í kjördæminu og hlaut Björgvin G. Sigurðsson afgerandi sigur, en Suðurnesjamenn eiga ekki málsvara í forystusveitinni.

Eflaust greinir mönnum á um hvað er besta aðferðin til þess að velja frambjóðenda til forystu, prófkjör er eflaust besta aðferðin til þess. Hvaða leikreglur gilda um prófkjör er hinsvegar umhugsunarefni. Tilgangurinn hlýtur að vera að gera það á sem lýðræðislegast máta, þannig að þeir sem styðja framboðið fái tækifæri til að hafa eitthvað um það að segja hvernig framboðslistinn lítur út.

Sú aðferð að láta þröngan hóp svo sem fulltrúaráðs flokksins velja frambjóðendur getur varla talist lýðræðisleg aðferð til að velja einstaklina til forystu og ekki líkleg til að draga að fylgi.

Sú aðferð að hafa svokallað galopið prófkjör þar sem allir kosningabærir einstaklingar sem eru með lögheimili í kjördæminu á kjördag geta tekið þátt án þess að þurfa að ganga til liðs við viðkomandi framboðslista, er heldur ekki lýðræðisleg aðferð. Reyndar vill ég ganga svo langt að kalla þessa aðferð HRYÐJUVERKA AÐFERÐINA.

Galopðið prófkjör leiðir til þess að frambjóðendur kalla til liðs við sig ættingja og vini, sem margir hverjir eru flokksbundnir öðrum framboðum og ætla sér alls ekki að greiða framboðslista vinar síns atkvæði á kjördag. Þetta er gert í þeirri trú að verið sé að gera viðkomandi greiða og sjálfssagt að styðja góðann mann/konu til góðra verka. Sumir eiga duglegan og stærri hóp ættingja og vina en aðrir og njóta þess í því að þeir ná hærra á viðkomandi framboðslista. Þetta er náttúrulega skrumskæling á lýðræðinu og gerir ekkert annað en að bitna á viðkomandi framboðslista á kjördag.

Lýðræðið hlýtur að birtast í þeirri mynd að þeir einir sem ætla að greiða viðkomandi framboðslista atkvæði sitt á kjördag, fá að taka þátt í prófkjöri til vals á forystu framboðslistans.

Töluverð umræða og blaðaskrif urðu um það á Suðurnesjum í aðdragand prófkjörs að við hefðum ekki átt ráðherra. Hvernig er hægt að ætlast til þess að við eignumst ráðherra þegar við göngum ætíð fram í sundraðrir fylkingu! Í stað þess að standa saman og láta eigin hagsmuni víkja um stund, berjumst við til síðasta manns og látum aðra um grípa tækifæri okkar.

Svo eru það þeir sem ætíð telja að þeir sem eru lengst í burtu séu hæfastir til forystu. Styðja jafnvel ekki Suðurnesjamenn eins og raunin virðist vera nú, þar sem við eigum ekki málsvara í forystusveit, þrátt fyrir að hafa um helming atkvæða á bak við okkur. Velti ég því reyndar fyrir mér nú á þessari stundu, hvort ég eigi lengur samleið með slíkum hóp manna, þannig hugsa eflaust margir á Suðurnesjum að afloknu þessu prófkjöri.

Ég skora á Suðurnesjamenn í öllum flokkum að taka þetta til athugunar. Ef tækifærið er runnið úr greipum okkar núna, breytum þá næst og sameinumst um að fá tækifæri til að hafa áhrif og völd til að breyta umhverfi okkar til hins betra.

Að lokum vil ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með það sæti sem þeir hrepptu.

Guðmundur R.J. Guðmundsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024